Hoppa yfir valmynd
22. apríl 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vistvænn lífsstíll í Perlunni 26. apríl

Perlan í Öskjuhlíð
Vistvænn lífsstíll

Umhverfisráðuneytið, Úrvinnslusjóður og SORPA bjóða til sýningar í Perlunni á vistvænum vörum og þjónustu, laugardaginn 26. apríl. Umhverfisráðherra opnar sýninguna á Degi umhverfisins, 25. apríl kl. 13:30. Um 25 fyrirtæki, félög og stofnanir kynna starfsemi sína. Markmiðið með sýningunni er að skapa vettvang þar sem almenningur fær tækifæri til þess að kynna sér það sem í boði er á þessum markaði. Aðgangur er ókeypis.

Gestum býðst að reynsluaka rafmagnsbíl og að fá ókeypis ástandsskoðun á reiðhjólum. Einnig er vakin athygli á að á sýningunni mun Góði hirðirinn efna til uppboðs á Hundinum eftir Guðmund frá Miðdal. Uppboðið fer fram laugardaginn 26. apríl, kl. 14:00. Lágmarksboð er 20.000 kr.

Fyrirtæki, félög og stofnanir sem kynna starfsemi sína á sýningunni eru:

Kolviður – gerir öllum kleift að jafna kolefnislosun sína vegna samgangna.
Natturan.is – vefur með umhverfisvitund.
Þumalína - sérverslun með umhverfisvænar vörur fyrir ungabörn og mæður.
Börn náttúrunnar – vistvæn leikföng og ullar- og silkifatnaður.
Perlukafarinn - Reva rafmagnsbíll. Gestum boðið að reynsluaka mengunarlausa borgarbílnum.
Vottunarstofan Tún - vottun lífrænna afurða og náttúruafurða.
Skógræktarfélag Íslands – trjárækt og aðrar umhverfisbætur.
Yggdrasill – hreinlætisvörur og matvæli.
Strætó – umhverfis- og fjárhagslegir kostir þess að nota strætisvagna.
ENJO – umhverfisvænar hreingerningarvörur.
Landvernd – vistvernd í verki.
Umhverfisstofnun – Svansmerktar vörur og þjónusta.
Fuglavernd – vernd fuglastofna og búsvæða og garðfuglaskoðun.
Gámaþjónustan – endurvinnslutunnan.
SGI á Íslandi – fræðslusýning um Sáttmála jarðar.
Landssamtök hjólreiðamanna – kostir hjólreiða fyrir umhverfi og heilsu. Gestir geta mætt með reiðhjól og látið skoða ástand þeirra.
Úrvinnslusjóður – endurnýting á rafhlöðum.
SORPA – grenndargámar og margnota flokkunarpokar.
Góði hirðirinn – sýnishorn af notuðum húsgögnum. Allt til sölu á staðnum.
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur – lifandi og skemmtileg borg.
Gyllti kötturinn – notuð föt og nýjar flíkur úr endurnýttum efnum.
Klausturvörur – vistvænar vörur unnar í klaustrum, t.d. snyrtivörur, sælkeramatur og listmunir.
Íslenska gámafélagið – græna tunnan, metanbílar og ráðgjöf í flokkun.
Línuhönnun á vistvænum vegum – aðstoðar þig við vistvænna líf.

Vistvænn lífsstíllHafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum