Hoppa yfir valmynd
27. júní 2008 Matvælaráðuneytið

Niðurstaða útboðs í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripa-, svína- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum og ostum

Leiðrétt

Tilkynning frá sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu

Mánudaginn 23. júní sl. rann út tilboðsfrestur í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripa-, svína- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum fyrir tímabilið júlí 2008 – júní 2009.

Samtals bárust tólf gild tilboð í tollkvótann.

Sex tilboð bárust um innflutning á nautgripakjöti, samtals 126.000 kg á meðalverðinu 109 kr./kg.  Hæsta boð var 560 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg.  Tekið var tilboðum sex fyrirtækja um innflutning á 95.000 kg á meðalverðinu 144 kr./kg.

Fimm tilboð bárust um innflutning á svínakjöti, samtals 121.000 kg á meðalverðinu 11 kr./kg.  Hæsta boð var 50 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg.  Tekið var tilboðum frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 64.000 kg á meðalverðinu 20 kr./kg.

Átta tilboð bárust um innflutning á kjöti af alifuglum, samtals 240.200 kg á meðalverðinu 136 kr./kg.  Hæsta boð var 460 kr./kg en lægsta boð var 5 kr./kg.  Tekið var tilboðum frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 59.000 kg á meðalverðinu 290 kr./kg.

Sex tilboð bárust um innflutning í annað kjöt, samtals 18.000 kg á meðalverðinu 160 kr./kg.  Hæsta boð var 390 kr./kg og lægst var boðið 1 kr./kg.  Tekið var tilboðum frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 12.000 kg á meðalverðinu 212 kr./kg.

Níu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum, samtals 174.800 kg. á meðalverðinu 238 kr./kg. Hæsta boð var 723 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg.  Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 86.000 kg á meðalverðinu 420 kr./kg.

Sjö tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum, samtals 186.000 kg á meðalverðinu 183 kr./kg.  Hæsta boð var 430 kr./kg en lægsta boð var 10 kr./kg.  Tilboðum var tekið frá á sex fyrirtækjum um innflutning á 119.000 kg á meðalverðinu 269 kr./kg.

Ekki kom til útboðs á tollkvótum vegna innflutnings á smjöri þar sem engin umsókn um tollkvóta barst. Til úthlutunar voru 53.000 kg.

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

Kjöt af nautgripakyni fyrir tímabilið júlí 2008 – júní 2009

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

18.375

Aðföng hf

36.125

Dreifing ehf

22.000

Ekran ehf

  4.500

Innnes ehf.

  8.000

Perlukaup ehf

  6.000

Sælkeradreifing ehf

Svínakjöt fyrir tímabilið júlí 2008 – júní 2009

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

35.000

Dreifing ehf

  3.600

Innnes ehf.

  5.000

Jóhann Ólafsson & Co

18.400

Mata  ehf.

  2.000

Perlukaup ehf

Kjöt af alifuglum fyrir tímabilið júlí 2008 – júní 2009

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

 53.000

Aðföng hf

   2.000

Ekran ehf

   3.000

Sælkeradreifing ehf

   1.000

Zilia ehf

Annað kjöt, hrátt fyrir tímabilið júlí 2008 – júní 2009

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

  1.000

Ekran ehf

  2.000

Jóhann Ólafsson & Co

  4.000

Perlukaup ehf

  5.000

Sælkeradrefing ehf

Unnar kjötvörur fyrir tímabilið júlí 2008 – júní 2009

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

  13.700

Aðföng hf

  15.000

Dreifing ehf.

    6.500

Ekran ehf

    9.000

Innnes ehf.

  37.500

KFC

    4.000

Sælkeradreifing ehf.

       300

ZILIA ehf

Ostur fyrir tímabilið júlí 2008 – júní 2009

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

60.000

Aðföng hf

  8.000

Dreifing ehf.

25.500

Innnes ehf

  7.000

Karl K. Karlsson hf.

12.500

KFC

  6.000

Mjólkursamsalan

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum