Hoppa yfir valmynd
11. mars 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntamálaráðuneyti úthlutar 82 m.kr. til námskeiða í íslensku fyrir útlendinga vorið 2009

Menntamálaráðuneyti auglýsti styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga fyrir vorið 2009 þann 12. janúar sl. með umsóknarfresti til 2. febrúar sl.

Menntamálaráðuneyti auglýsti styrki til íslenskukennslu fyrir útlendinga fyrir vorið 2009 þann 12. janúar sl. með umsóknarfresti til 2. febrúar sl.

Auglýst var eftir umsóknum um styrki til námskeiða sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Markmið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru á Íslandi færi á að öðlast þá færni í íslensku að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar.

Fræðsluaðilar og fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá gátu sótt um styrkina.

Tæplega 40 fræðsluaðilar og fyrirtæki sóttu um samtals 125,5 m.kr. til íslenskukennslu að þessu sinni. Ráðuneytið hefur ákveðið að veita 33 fyrirtækjum og fræðsluaðilum styrki fyrir samtals 82 m.kr. vegna námskeiða í íslensku fyrir útendinga fyrri hluta árs 2009. Styrkir til námskeiða fyrir síðari hluta ársins verða auglýstir í haust.

Styrkþegi

Úthlutað

Alþjóðahús

4.050.000

Akraneskaupstaður

1.995.000

Betri árangur

980.000

Farskólinn Norðurlandi vestra

1.500.000

FrumgreinaMennt HR

135.000

Fræðslumiðstöð Vestfjarða

2.490.000

Fræðslunet Suðurlands

1.830.000

Hópbílar

720.000

Iðan-fræðslusetur

405.000

ISS Ísland

1.215.000

Ítalíazzurra

105.000

Jafnréttishús

2.580.000

Kvöldskóli Kópavogs

3.750.000

Landspítali

4.200.000

Margvís

5.020.000

Málaskólinn Lingva

312.000

Miðbæjarhótel

480.000

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum

8.250.000

Miklatorg

90.000

Mímir-símenntun

20.880.000

Námsflokkar Hafnarfjarðar

1.545.000

Retor

3.120.000

Reykjavíkurborg

3.210.000

Saga Akademía

1.395.000

Samskip

360.000

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

3.120.000

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar

465.000

Tómstundaskólinn Mosfellsbæ

275.000

Viska, Vestmannaeyjum

1.620.000

Vífilfell

285.000

Þekkingarnet Austurlands

2.835.000

Þekkingarsetur Þingeyinga

2.220.000

Össur

420.000

Samtals:

81.857.000


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira