Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2009 Matvælaráðuneytið

Fjárfestingarsamningur vegna aflþynnuverksmiðju

Þriðjudaginn 7. júlí undirritaði iðnaðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir, fjárfestingarsamning vegna byggingar aflþynnuverksmiðju í Eyjafirði. Samningurinn er við ítalska fyrirtækið Becromal og þróunarfélagið Strokk Energy sem er í íslenskri eigu. Undirritunin fór fram á athafnasvæði verksmiðjunnar á Krossanesi. Eyþór Arnalds undirritaði fyrir hönd Strokks Energy.

Fjárfestingarsamningurinn felur í sér að erlend nýfjárfesting í verkefninu er undanskilin gjaldeyrishöftum auk þess sem aðilar ákveða að ganga frá fullbúnum fjárfestingarsamningi. Framleiðsluferli verksmiðjunnar verður hátæknilegt og mjög raforkufrekt og þarf um 75 MW í fyrstu. Heildar fjárfestingarkostnaður er áætlaður um 80 m.USD. Um 80 manns munu starfa við verksmiðjuna en framleiðsla hefst síðar á þessu ári. Framleiðsluverðmæti á fyrsta ári er talið vera um 100 m.USD.

Samningur vegna kísilmálmframleiðslu í Helguvík

Í júní var skrifað undir hliðstæðan samning við danska félagið Tomahawk Development sem ásamt öðrum erlendum fjárfestum fyrirhugar byggingu hefðbundinnar kísilmálmframleiðslu í Helguvík. Síðar er hugmyndin að framleiða sólarkísil í verksmiðjunni. Stefnt er að 50 þús. tonna ársframleiðslu á kísilmálmi 2010/2011 með 90 starfsmönnum. Til starfseminnar þarf um 60 MW af rafmagni í fyrsta áfanga. Fyrirtækið hefur gert samning um 30 MW af rafmagni frá Hitaveitu Suðurnesja hf. Unnið er að frekari orkuöflun samfara því sem undirbúningsfélagið leitar að fjárfestum til að taka þátt í byggingu verksmiðjunnar. Heildar fjárfestingarkostnaður við byggingu 1. áfanga er áætlaður um 70 m.USD.

Fjárfestingarsamningur vegna aflþynnuverksmiðju

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráherra, og Eyþór Arnalds

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira