Hoppa yfir valmynd
6. október 2009 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Allur almennur notendahugbúnaður í íslensku skólakerfi, frá leikskólum til háskóla, verði á íslensku innan þriggja ára

Samkvæmt nýsamþykktri íslenskri málstefnu skulu fræðsluyfirvöld setja sér það markmið að innan þriggja ára verði allt notendaviðmót í tölvum í íslenskum leik-, grunn- og framhaldsskólum á íslensku.

Til skóla á öllum skólastigum, sveitarfélaga, skólaskrifstofa og ýmissa annarra aðila

Íslensk málstefna var samþykkt á Alþingi í vor og er mennta- og menningarmálaráðuneytinu falið að fylgja eftir þeim aðgerðum sem lagt er til að ráðist verði í. Málstefnan er aðgengileg á vef ráðuneytisins og eru allir hvattir til að kynna sér stefnuna í heild sinni.

Einn kafli málstefnunnar fjallar um íslensku í tölvuheiminum. Á undanförnum árum hefur tölvu- og upplýsingatæknin haldið innreið sína á æ fleiri svið og er nú orðin mikilvægur þáttur í daglegu lífi almennings í landinu. Því skiptir sífellt meira máli að þessi tækni sé á íslensku og geti unnið með íslenskt mál, bæði talað og ritað. Mikið skortir á að svo sé og Íslendingar standa þar langt að baki flestum grannþjóðum sínum.

Þrátt fyrir að hægt sé að nota algengustu stýrikerfi og notendabúnað á íslensku notar stór hluti skólakerfisins stýrikerfi á ensku og sama máli virðist gegna um meginhluta almennra notenda. Í íslenskri málstefnu leggur Íslensk málnefnd til að íslensk tunga verði nothæf og notuð á öllum þeim sviðum innan tölvu- og upplýsingatækninnar sem varða daglegt líf almennings.

Samkvæmt nýsamþykktri íslenskri málstefnu skulu fræðsluyfirvöld setja sér það markmið að innan þriggja ára verði allt notendaviðmót í tölvum í íslenskum leik-, grunn- og framhaldsskólum á íslensku.

Í dreifibréfi sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sent til hlutaðeigandi aðila mælist ráðherra til að skólar á öllum skólastigum, sveitarfélög, stofnanir sem heyra undir ráðuneytið og hagsmunaaðilar vinni af krafti að þessu markmiði á næstu þremur árum.Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum