Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2009 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Náttúruverndarlög verða endurskoðuð

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur ákveðið að hefja endurskoðun á lögum um náttúruvernd með það fyrir augum að styrkja stöðu náttúruverndar í landinu. Ráðist er í endurskoðunina vegna brýnnar þarfar á að styrkja stöðu náttúrunnar og umhverfissjónarmiða í íslenskum rétti. Kveðið er á um endurskoðun laganna í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingar. Þar er sérstaklega tekið fram að verndarákvæði skuli treyst og almannaréttur tryggður.

Skipuð hefur verið nefnd til að annast endurskoðun laganna. Umhverfisráðherra leggur áherslu á að nefndin hafi víðtækt samstarf við hagsmunaaðila, almenning og sveitarfélög í starfi sínu. Þessi aðilar verði skilgreindir við upphaf starfs nefndarinnar og þeim kynnt ferli samráðsins. Nefndinni er ætlað að skila umhverfisráðherra áfangaskýrslu í lok janúar 2010 og endanlegri tillögu að frumvarpi eigi síðar en 31. maí 2010.

Nefndin er skipuð í kjölfar þess að umhverfisráðherra óskaði eftir ábendingum frá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun um atriði sem stofnanirnar töldu að þyrfti að bæta í náttúruverndarlögum. Í starfi nefndarinnar verður meðal annars tekið á spurningum sem varða friðlýsingar, náttúruverndaráætlun, náttúruminjaskrá, akstur utan vega, líffræðilega fjölbreytni og almannarétt.

Nefndina skipa:

Salvör Jónsdóttir, formaður.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.
Katrín Theodórsdóttir fulltrúi frjálsra félagasamtaka.

Starfsmenn nefndarinnar eru Sigurður Á Þráinsson, líffræðingur og Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, lögfræðingur.Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira