Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2010 Matvælaráðuneytið

Leiðrétt úthlutun á ESB tollkvóta tímabilið janúar til desember 2010

Við lokafrágang á úthlutun tollkvóta samkvæmt reglugerð 966/2009, um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópubandalaginu, fyrir tímabilið janúar til desember 2010 hefur komið í ljós að eitt tilboðanna uppfyllti ekki útboðsskilyrði 4. gr. reglugerðarinnar. Því hefur ráðuneytið ákveðið, að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara, að ógilda nefnt tilboð í 2.000 kg af nautakjöti í vöruliðnum 0202.

Ráðuneytið hefur úthlutað því magni, 2.000 kg. af nautakjöti til þeirra fyrirtækja sem næst komu í tilboðsröðinni, en þau eru Aðföng hf. og Kaupás hf. Tilkynning um niðurstöður útboðsins hefur verið leiðrétt til samræmis við þessa breytingu.

Níu gild tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á nautgripakjöti á vörulið 0202 samtals 304.000 kg. á meðalverðinu 27 kr./kg. Hæsta boð var 102 kr./kg. en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum um innflutning á 100.000 kg. á meðalverðinu 50 kr./kg.

Að tillögu ráðgjafanefndar um inn- og útflutning landbúnaðarvara hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

 

Kjöt af nautgripum, fryst, 0202

Magn (kg)

Tilboðsgjafi

46.000

Aðföng hf

 10.000

Dreifing ehf

   3.000

Innnes ehf

 30.000

Kaupás hf

   2.000

Perlukaup ehf

   6.000

Sælkeradreifing ehf

   3.000

Sælkerinn ehf

 

 

Reykjavík, 13. janúar  2010

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum