Hoppa yfir valmynd
10. maí 2010 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Verðtrygging á Íslandi: Kostir og gallar

Verðtrygging á Íslandi

(PDF 670K) Mars 2010

Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur látið gera skýrslu um verðtryggingu sem birt er á vef ráðuneytisins.

Ráðherra mun einnig ræða efni skýrslunnar á opnum fundi viðskiptanefndar Alþingis um verðtryggingu sem haldinn verður 10. maí 2010 kl. 9:30 - 10:45 og sendur út beint. Skýrslunni er ætlað að vera innlegg inn í almenna umræðu um verðtryggingu. Þar er velt upp kostum og göllum hennar einkum út frá hagfræðilegum sjónarmiðum. Megináhersla er á áhrif verðtryggingar á íslensk heimili og sparnað þeirra í lífeyrissjóðum landsmanna. Þá eru greind áhrif verðtryggingar á fjármálamarkað í heild sinni og horft til þróunar undanfarinna ára í því samhengi. Skoðuð eru mismunandi áhrif á greiðslubyrði ef óverðtryggð lán hefðu verið útbreiddari og gerður samanburður við venju og lánakjör í nágrannaríkjunum.Að síðustu er stillt upp nokkrum sviðsmyndum um mögulega framtíðarsýn og mismunandi hugmyndir reifaðar. Skýrslan var unnin fyrir ráðuneytið af Yngva Harðarsyni hagfræðingi, Guðrúnu Ingu Ingólfsdóttur hagfræðingi og Esther Finnbogadóttur viðskiptafræðingi við Askar Capital.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira