Hoppa yfir valmynd
1. október 2010 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samstarf við Menntaskólann Hraðbraut endurskoðað

Ríkisendurskoðun hefur, að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytis, lokið úttekt á framkvæmd þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við Menntaskólann Hraðbraut og birt skýrslu með niðurstöðum hennar.

Ríkisendurskoðun hefur, að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytis, lokið úttekt á framkvæmd þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við Menntaskólann Hraðbraut og birt skýrslu með niðurstöðum hennar. Telur ráðuneytið niðustöður úttektarinnar gefa tilefni til þess að taka samstarf þess við skólann til endurskoðunar og meta kosti þess að halda því áfram. Við þá endurskoðun mun ráðuneytið leggja áherslu á að hagsmuna nemenda sé gætt og að vel sé farið með almannafé.

Við endurnýjun þjónustusamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við Menntaskólann Hraðbraut árið 2007 lá fyrir að skólinn átti í vandkvæðum með að uppfylla sett markmið um umfang þjónustunnar. Í tengslum við samninginn var veitt svigrúm til úrbóta og samningurinn gerður til þriggja ára í stað fimm, eins og staðið hafði til. Síðastliðið vor þurfti að taka afstöðu til áframhaldandi samstarfs og var við það tækifæri hafin athugun á því hvernig til hefði tekist, m.a. var gerð sérstök úttekt á skólastarfinu. Við upphaf skoðunar ráðuneytisins komu fram atriði sem gáfu tilefni til að óska eftir sérstakri úttekt Ríkisendurskoðunar og var það gert í lok júní sl.

Í skýrslu Ríkisendurskoðunnar er bent á nokkrar fjárhagsfærslur í reikningum skólans sem ekki tengjast verkefninu með beinum hætti, s.s. arðgreiðslur og lánveitingar til óskyldra verkefna á vegum félaga í eigu sömu aðila. Þá eru gerðar athugasemdir við misræmi í framlögum til skólans miðað við fjölda ársnemenda. Einnig eru gerðar athugasemdir, við nokkra þætti í framkvæmd mennta- og menningarmálaráðuneytisins á þjónustusamningnum, sem snúa að því svigrúmi sem skólanum hefur verið veitt til úrbóta. Hefur ráðuneytið svarað þeim með bréfi til Ríkisendurskoðunar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira