Hoppa yfir valmynd
5. október 2010 Forsætisráðuneytið

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar 2010-2011

Í eftirfarandi skrá er getið um þau lagafrumvörp sem unnið er að í einstökum ráðuneytum og áformað er að flytja á 139. löggjafarþingi. Flutt kunna að verða fleiri frumvörp en getið er og atvik geta hindrað flutning einstakra frumvarpa. Jafnframt eru taldar upp tillögur til þingsálykt-unar sem ætlunin er að flytja.

Þingmálaskrá er fylgiskjal með stefnuræðu forsætisráðherra 4. október 2010.

Forsætisráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna tilflutnings verkefna innan Stjórnarráðs Íslands (bandormur).
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum vegna flutnings og endurskipulagningar verkefna milli ráðuneyta í samræmi við samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna og þá breytingu sem gerð var með lögum nr. 121/2010. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingar á upplýsingalögum nr. 50/1996, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum með hliðsjón af þeirri reynslu sem fengist hefur af framkvæmd þeirra og úrskurðum úrskurðarnefndar um upplýsingamál með það að markmiði m.a. að rýmka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum stjórnvalda og víkka gildissvið laganna, t.d. þannig að þau nái til einkaaðila, þ.e. hlutafélaga og sameignarfélaga, sem hið opinbera fer með stóran eignarhlut í. Við endurskoðun laganna hefur verið tekið mið af löggjöf í nágrannalöndum og sáttmála Evrópuráðsins um aðgang að opinberum upplýsingum. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, 34/1944.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um heimildir til að nota íslenska fánann í vörumerki eða á söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vöru eða þjónustu. Frumvarpið er endurflutt frá síðasta þingi. (Haust.)
 4. Tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun fyrir Ísland fram til 2020.
  Í þingsályktunartillögunni verður gerð tillaga um stefnumörkun, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til eflingar atvinnulífs, samfélags og lífsgæða næstu 10 árin. Stefnan byggist á þeirri vinnu sem unnin hefur verið sl. ár við verkefnið sóknaráætlun 2020. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Stjórnarráð Íslands.
  Með frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar á lögunum með það að markmiði að auka skilvirkni í störfum ráðuneyta og ríkisstjórnar, skerpa ábyrgð og efla traust. (Vor.)
 6. Frumvarp til laga um breyting á lögum um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á gildissviði laganna og fyrirkomulagi við eftirfylgni með það að markmiði að bæta vinnubrögð við lagasetningu þar sem kveðið er á um opinbert eftirlit. (Vor.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum nr. 37/1993.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum sem m.a. lúta að beitingu stjórnsýsluviðurlaga í samræmi við skýrslu og tillögur nefndar um viðurlög við efnahagsbrotum. (Vor.)

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19/1940.
  Með frumvarpinu verður lögð til breyting vegna fullgildingar á samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu svo unnt sé að refsa fyrir brot gegn samningum þó brot sé framið utan íslenskrar refsilögsögu. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breyting á lögreglulögum nr. 90/1996.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á skipulagi lögregluembætta o.fl. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19/1940.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á VII. kafla laganna um öryggisráðstafanir þar sem fjallað er m.a. um úrræði vegna ósakhæfra einstaklinga. Með breytingunum er stefnt að betra samspili einstakra úrræða og skilyrðum fyrir beitingu þeirra. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19/1940.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er varða mútur vegna samnings OECD gegn mútugreiðslum. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um Lúganósamninginn.
  Með frumvarpinu verður lagt til að nýr Lúganósamningur um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum verði innleiddur í íslensk lög. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breyting á lögum um nálgunarbann nr. 122/2008.
  Með frumvarpinu verður lagt til að lögfest verði heimild til að flytja ofbeldismann af heimili sínu, svokölluð austurrísk leið. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breyting á lögum um embætti sérstaks saksóknara.
  Með frumvarpinu verður lagt til að lögfest verði heimild fyrir sérstakan saksóknara til að ráða lögreglumenn. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breyting á lögum um dómstóla.
  Með frumvarpinu verður lagt til að hæstaréttar- og héraðsdómurum verð fjölgað. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um reyting á áfengislögum nr. 75/1998.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem fela í sér hert eftirlit með banni við áfengisauglýsingum. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breyting á lögum um framsal sakamanna og aðra aðstoð í sakamálum nr. 13/1984.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar vegna samnings Íslands við Evrópusambandið um framsal sakamanna þar sem gert er ráð fyrir að fyrirkomulag framsalsmála verði einfaldað. (Vor.)
 11. Frumvarp til laga um breyting á lögum um mannanöfn nr. 45/1996.
  Með frumvarpinu verður lagt til að nafnbreytingar verði afgreiddar hjá Þjóðskrá Íslands. (Vor.)
 12. Frumvarp til laga um breyting á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu nr. 54/1962.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem fela í sér heildarendurskoðun laganna. (Vor.)
 13. Frumvarp til laga um breyting á barnalögum nr. 76/2003.
  Með frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar á barnalögum m.a. á reglum um sáttameðferð. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um breyting á almennum hegningarlögum nr. 19/1940.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar vegna innleiðingar samnings Evrópuráðsins gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun barna. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um breyting á lögum um meðferð sakamála nr. 88/2008.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem fela í sér auknar heimildir til að ljúka málum með lögreglustjórasáttum. (Vor.)
 16. Frumvarp til laga um breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt nr. 100/1952.
  Með frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar m.a. á skilyrðum hvað varðar fjárhæð sekta. (Vor.)
 17. Frumvarp til laga um breyting á lögum um samningsveð nr. 75/1997.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er varða veðsetningu á íbúðarhúsnæði og heimildir til að ganga að öðrum eignum skuldara en þeim sem veðsettar eru. (Vor.)
 18. Frumvarp til laga um breyting á lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999.
  Með frumvarpinu er lagt til að afnumin verði sjálfvirk skráning barna í trúfélög. (Vor)

Félags- og tryggingamálaráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum, nr. 100/2007, um almannatryggingar, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verður lagt til að bætur almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo og fjárhæðir frítekjumarka og meðlagsgreiðslur, breytist ekki á árinu 2011 frá því sem þær eru á árinu 2010. Einnig mun frumvarpið fela í sér að frítekjumark vegna atvinnutekna örorkulífeyrisþega við útreikning tekjutryggingar haldist óbreytt. Frumvarpið er sett fram í því skyni að ná þeim markmiðum sem lögð hafa verið fram í ríkisfjármálum og koma fram í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2011. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á gjaldi í Framkvæmdasjóð aldraðra til samræmis við álagningu 2011 vegna tekna ársins 2010. Er það gert í því skyni að ná þeim markmiðum sem lögð hafa verið fram í ríkisfjármálum og koma fram í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2011. Einnig verður lagt til að ákvæði til bráðabirgða um útreikning vistunarframlags verði framlengt út árið 2011. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum nr. 80/2002, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum með hliðsjón af reynslu barnaverndaryfirvalda um allt land á gildandi lögum með það að markmiði að styrkja stöðu barna. Frumvarpið er endurflutt frá síðasta þingi. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 59/1992, um málefni fatlaðra, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar fram breytingar sem nauðsynlegar eru á gildandi lögum til að unnt verði að flytja málefni fatlaðra til sveitarfélaga eins stefnt er að 1. janúar 2011. Í frumvarpinu verða jafnframt lagðar til breytingar sem lúta að notendastýrðri þjónustu og gerðar breytingar vegna samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar á lögunum sem byggja á reynslu við framkvæmd atvinnuleysistryggingakerfisins á síðustu misserum. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum vegna innleiðingar á tilskipun nr. 2004/113/EB frá 13. desember 2004, um beitingu meginreglunnar um jafna meðferð kvenna og karla að því er varðar aðgang að og afhendingu á vörum og þjónustu. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum vegna innleiðingar á tilskipun nr. 2010/18/EB, sem er staðfesting Evrópusambandsins á endurskoðuðum rammasamningi um foreldraorlof sem gerður var milli Samtaka evrópskra iðn- og atvinnurekenda (UNICE), Evrópusamtaka fyrirtækja með opinberri eignaraðild (CEEP) og Evrópusambands verkalýðsfélaga (ETUC), dags. 8. mars 2010. Einnig mun frumvarpið fela í sér tillögur um breytingar á fæðingarorlofi í því skyni að ná þeim markmiðum sem lögð hafa verið fram í ríkisfjármálum og koma fram í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2011. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem miðað að því að gera Íbúðalánasjóði kleift að bregðast við breyttum þörfum á húsnæðismarkaði, meðal annars með að heimila sjóðnum að bjóða íbúðir sem sjóðurinn hefur keypt á uppboði til leigu þannig að allir húsaleigusamningar verði með kauprétti. (Haust.)
 9. Tillaga að þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum.
  Með þingsályktunartillögunni sem lögð er fram í samræmi við 11. gr. laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla verður gerð tillaga um verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi. Skýrsla félags- og tryggingamálaráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála sem lögð er fram á jafnréttisþingi skal fylgja með tillögunni. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um lífeyristryggingar almannatrygginga.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði ný lög sem leysa af hólmi lífeyristryggingahluta núgildandi almannatryggingalaga. Í því er gert ráð fyrir að kveðið verði á um einföldun laganna með breyttri framsetningu, nýjum ákvæðum um markmið og gildissvið laganna, málsmeðferðarreglur, kæruheimildir og fleira sem snýr að réttindum og skyldum borgaranna. (Vor.)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagslega aðstoð, nr. 99/2007, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verður lagt til að ýmsar greiðslur félagslegrar aðstoðar verði færðar í ný lög um lífeyristryggingar almannatrygginga, einkum þær sem kveða á um uppbætur til elli- og örorkulífeyrisþega. (Vor.)
 12. Frumvarp til laga um lögfestingu á Norðurlandasamningi um almannatryggingar.
  Með frumvarpinu verður lagt til að lögfestur verði nýr Norðurlandasamningur um almannatryggingar sem leysi af hólmi gildandi lög nr. 66/2004. (Vor.)
 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar lögunum sem nauðsynlegar eru vegna sameiningar félags- og tryggingamálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis í velferðarráðuneyti. Einnig mun í frumvarpinu verða kveðið á um hvernig meta á þörf fyrir dagvistun og hvíldarrými og lagt til að mat á þörf fyrir hjúkrunarrými og dvalarrými verði á höndum sömu aðila. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um aðlögun innflytjenda.
  Með frumvarpinu verður gerð tillaga um nýja löggjöf um aðlögun innflytjenda í samræmi við framkvæmdaáætlun um málefni innflytjenda. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um jafna meðferð fólks á vinnumarkaði án tillits til kynþáttar eða þjóðernis, trúar eða trúarskoðana, fötlunar/örorku, aldurs eða kynhneigðar.
  Með frumvarpinu verður gerð tillaga um nýja löggjöf um jafna meðferð fólks á vinnumarkaði án tillits til kynþáttar eða þjóðerni, trúar eða trúarskoðana, fötlunar/örorku, aldurs eða kynhneigðar. Frumvarpið mun byggjast í meginatriðum á efnisþáttum tilskipana Evrópusambandsins nr. 2000/43/EB, um innleiðingu meginreglunnar um jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis, og nr. 2000/78/EB, um innleiðingu meginreglunnar um jafna meðferð á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Felur það meðal annars í sér þá meginreglu að hvers konar mismunun, hvort sem er bein eða óbein, á grundvelli kynþáttar eða þjóðernis, trúar eða trúarskoðana, fötlunar/örorku, aldurs eða kynhneigðar á vinnumarkaði verði gerð óheimil. (Vor.)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2005, um starfsmannaleigur, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem fela í sér innleiðingu á tilskipun nr. 2008/104/EB, um starfsmannaleigur frá 19. nóvember 2008. (Vor.)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 61/1999, um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem fela í sér innleiðingu á tilskipun nr. 2009/38/EB, um stofnun evrópsks samstarfsráðs eða samþykkt reglna í fyrirtækjum og fyrirtækjahópum er starfa á bandalagsvísu varðandi upplýsingamiðlun og samráð við starfsmenn. (Vor.)
 18. Skýrsla félags- og tryggingamálaráðherra/velferðaráðherra um 99. Alþjóðavinnumálaþingið í Genf 2010.
  Í skýrslunni verður Alþingi með hefðbundnum hætti gerð grein fyrir 99. alþjóðavinnumálaþinginu sem haldið var í Genf 2010. (Vor.)

Fjármálaráðuneytið.

 1. Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2011.
 2. Frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2010.
 3. Frumvarp til lokafjárlaga fyrir árið 2009.
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 152/2009, um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á nokkrum þáttum í laganna, meðal annars fjárhæðarmörkunum. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 129/2009, um umhverfis- og auðlindaskatta.
  Með frumvarpinu verður lögð til hækkun á kolefnisgjaldi af fljótandi eldsneyti sem er hluti af tekjuöflunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 170/2008, um skattlagningu kolvetnisvinnslu.
  Með frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar á lögunum sem flestar eru af tæknilegum toga. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum nr. 88/2005.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum til samræmis við þær breytingar sem gera þarf á lögum nr. 96/1995, um gjald á áfengi og tóbaki. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 87/2004, um olíugjald og kílómetragjald.
  Með frumvarpinu verður lögð til 4% gjaldskrárhækkun á olíugjaldi og kílómetragjaldi. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 14/2004, um erfðafjárskatt.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á erfðafjárskattinum í tengslum við tekjuöflunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar. Miðað er við að skatthlutfallið hækki úr 5% í 10%. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt.
  Með frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar á lögunum, m.a. í tengslum við tekjuöflunargerðir ríkisstjórnarinnar. Má þar nefna hækkun á fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti lögaðila úr 18% í 20% og hækkun á auðlegðarskatti. Jafnframt verða lagðar fram breytingar á barnabótum og vaxtabótum til lækkunar. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæði til bráðabirgða í lögunum þar sem heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar verður framlengd. Einnig verður mögulega gerð breyting á bráðabirgðaákvæði VI og loks lagfæring á rangri lagatilvísun, sbr. breytingarlög nr. 171/2008. (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er varða starfsendurhæfingarsjóð. (Haust.)
 13. 13. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur.
  Með frumvarpinu verða lagðar fram breytingar á lögunum í tengslum við tekjuöflunargerðir ríkisstjórnarinnar, sbr. lög nr. 90/2003, um tekjuskatt. (Haust.) 
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 96/1995, um gjald á áfengi og tóbaki.
  Með frumvarpinu verður lagt til að tekið verði upp sérstakt vörugjald á áfengi og tóbak sem selt er í komufríhöfn. (Haust.)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl.
  Með frumvarpinu verður lögð til 4% gjaldskrárhækkun á bensíngjaldi og sérstöku bensíngjaldi. Þá verða lagðar til breytingar á vörugjaldi bifreiða sem er hluti af kerfisbreytingu er felur í sér skattlagningu á grundvelli losunar gróðurhúsalofttegunda. (Haust.)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 113/1990, um tryggingagjald.
  Með frumvarpinu verða lagðar til minniháttar breytingar á lögunum, meðal annars varðandi réttindi þeirra sem hafa skráð lögheimili hér á landi en vinna erlendis. (Haust.)
 17. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
  Með frumvarpinu verða lagaðar til ýmsar breytingar á lögunum, meðal annars um framlengingu á 100% endurgreiðslu VSK af íbúðarhúsnæði. Einnig er stefnt að breytingum á lögunum er varða framkvæmd og eftirlit með skattinum. (Haust.)
 18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 39/1988, um bifreiðagjald.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á bifreiðagjaldi sem er hluti af kerfisbreytingu er felur í sér skattlagningu á grundvelli losunar gróðurhúsalofttegunda. (Haust.)
 19. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum í tengslum við tekjuöflunargerðir ríkisstjórnarinnar, sbr. lög nr. 90/2003, um tekjuskatt. (Haust.)
 20. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda o.fl.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er varðar kyrrsetningu eigna. (Haust.)
 21. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu opinberra gjalda og lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er varða forgangskröfur. (Haust.)
 22. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 63/1969, um verslun með áfengi og tóbak.
  Unnið er að heildarendurskoðun laganna, meðal annars á grundvelli tillagna í skýrslu nefndar sem gerði úttekt á áfengislöggjöfinni í heild. (Haust.)
 23. Frumvarp til laga um skatt af fjármálaþjónustu.
  Með frumvarpinu verður lagt að lögfest verði ný sérlög um skatt af fjármálaþjónustu. Frumvarpið er þáttur í tekjuöflunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar í samræmi við forsendur í tekjuáætlun fjárlagafrumvarps og er ætlað að skila 1 milljarði króna á árinu 2011. (Haust.)
 24. Frumvarp til laga um gistináttagjald.
  Með frumvarpinu verður lagt til að tekið verði upp sérstakt gjald af sölu gistinátta. Tekjur af gjaldinu verða að mestu leyti eyrnamerktar verndun og uppbyggingu fjölsóttra ferðamannastaða, þjóðgarða og friðlýstra svæða. (Haust.)
 25. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup nr. 84/2007.
  Með frumvarpinu verður lögð til breyting sem felur í sér heimild til að innlendir aðilar geti verið aðilar að sameiginlegum útboðum erlendis að uppfylltum tilteknum skilyrðum. (Haust.)
 26. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup nr. 84/2007.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins 2007/66/EB varðandi aukna skilvirkni í meðferð kærumála vegna gerðar opinberra samninga. (Vor.)
 27. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum til að koma til móts við tilmæli ESA um að ríkisábyrgðir Landsvirkjunar séu í samræmi við ríkisstyrkjareglur EES samningsins. (Haust.)
 28. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um ríkisábyrgðir til samræmis við tilgang breytinga á lögum nr. 42/1983 um Landsvirkjun. (Haust.)
 29. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar til samræmis við breytingar sem fyrirhugaðar eru á lögum nr. 73/1969, um Stjórnarráð Íslands, ofl. (Haust.)
 30. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 47/2006 um kjararáð.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á nokkrum þáttum í laganna, m.a. að hugað verði að endurskoðun viðmiðunarfjárhæðar í 8. gr. og bætt inn ákvæðum um rekstur kjararáðs. (Haust.)
 31. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr.1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 2/1997, um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 610/2009, um greiðslur dráttarvaxta af vangoldnum lífeyri. (Haust.)

Heilbrigðisráðuneytið

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008.
  Með frumvarpinu verður lögð til breyting lögunum sem felur í sér frestun á gildistöku ákvæða um að Sjúkratryggingar Íslands annist samningsgerð við opinberar heilbrigðisstofnanir og þá sem reka hjúkrunarheimili. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um heilbrigðisstarfsmenn.
  Með frumvarpinu verður lagt til að fjórtán núgildandi lög um heilbrigðisstéttir verði felld saman í ný heildarlög. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um nýja stjórnsýslustofnun lýðheilsu og velferðar.
  Með frumvarpinu verður lögð til sameining landlæknisembættisins og Lýðheilsustöðvar. Markmið frumvarpsins er að starfrækt verði ein öflug eftirlits- og stjórnsýslustofnun á sviði lýðheilsu- og velferðarmála. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni nr. 65/1974.
  Með frumvarpinu verður lagt til að veiting undanþága til innflutnings á ávana- og fíkniefnum verði flutt frá heilbrigðisráðuneytinu til Lyfjastofnunar. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði samkvæmt lögunum. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði ný heildarlög um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði með það að markmiði að stuðla að vönduðum vísindarannsóknum á heilbrigðissviði og tryggja hagsmuni þátttakenda. (Vor.)
 7. Frumvarp til laga um nýja lyfjastofnun.
  Með frumvarpinu verður lögð til sameining Lyfjastofnunar, lyfjagreiðslunefndar og lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands. (Vor.)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994.
  Með lögunum verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna m.a. um aðgang að lyfjagagnagrunni, lyfjaávísanir, tryggingar þátttakenda í klínískum lyfjaprófunum, o.fl. (Vor.)
 9. Frumvarp til laga um slysatryggingar.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á slysatryggingakafli laga um almannatryggingar og hann fluttur í sérlög. (Vor.)

Iðnaðarráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. um álbræðslu við Straumsvík.
  Þann 15. júní 2010 var undirritaður nýr samningur á milli Landsvirkjunar og Alcan á Íslandi hf. um orkusölu til álversins í Straumsvík sem kemur í stað núgildandi raforkusamnings. Í aðalsamningi milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings Switzerland Ltd. frá 1966 er víða vísað til núgildandi rafmagnssamnings og er hann fylgiskjal með aðalsamningnum. Hinn nýi rafmagnssamningur er alfarið ótengdur aðalsamningnum frá 1966 og því nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á aðalsamningnum. Kallar það á gerð áttunda viðauka við aðalsamninginn sem með frumvarpinu er lagt til að verði lögfestur á sama hátt og þeir sjö viðaukar sem gerðir hafa verið við aðalsamninginn. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 139/2001, um stofnun sameignarfyrirtækis um Orkuveitu Reykjavíkur.
  Með frumvarpinu verður lögð til breyting á lögunum með hliðsjón af ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), dags. 8. júlí 2009, í tengslum við rannsókn stofnunarinnar á fyrirkomulagi eigendaábyrgða Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur. Frumvarpið er í samræmi við tilmæli ESA og tryggir að eigendaábyrgð vegna Orkuveitunnar sé í samræmi við ríkisstyrkjareglur EES samningsins, þ.e. að ábyrgðin sé ekki ótakmörkuð, hún nái eingöngu til lánaskuldbindinga og að fyrir hana sé greitt hæfilegt ábyrgðargjald. Samhliða eru lögð fram frumvörp um breyting á lögum nr. 121/1997, um ríkisábyrgðir, og breyting á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun, en fjármálaráðherra flytur þau frumvörp þar sem viðkomandi lög eru á hans forræði. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003.
  Með frumvarpinu verða lagðar til nokkrar breytingar á raforkulögum sem byggja á tillögum nefndar sem skipuð var í júní 2008 til endurskoðunar á raforkulögum. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða við raforkulög skal endurskoðuninni lokið fyrir 31. desember 2010. Frumvarp þetta var flutt á vorþingi 2010 og er nú endurflutt. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingar á vatnalögum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ýmsum ákvæðum vatnalaga frá 1923, m.a. varðandi stjórnsýslu. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um Framkvæmdasjóð ferðaþjónustunnar
  Með frumvarpinu verður lagt til að settur verði á stofn framkvæmdasjóður ferðaþjónustunnar. Sjóðurinn hafi það hlutverk að veita fjármunum til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum. Framlög til framkvæmdasjóðsins verði ákveðin á fjárlögum en við þá ákvörðun verði miðað við að allar þær tekjur sem innheimtast af ráðgerðu gistináttagjaldi renni til starfsemi hans. Gert er ráð fyrir að árleg framlög til framkvæmdasjóðsins nemi allt að 500 millj. kr. (Haust.)
 6. Tillaga til þingsályktunar um stefnu í ferðamálum.
  Með þingsályktunartillögunni verða gerðar tillögur að nýrri stefnu í ferðamálum sem ætlað er að leysa af hólmi þingsályktun um ferðamál sem samþykkt var árið 2005 og átti að gilda til ársins 2015. Síðan sú ályktun var samþykkt hafa orðið miklar breytingar í ferðaþjónustunni; ný lög um skipan ferðamála tóku gildi 1. janúar 2006 en með þeim fékk Ferðamálastofa skýrst stjórnsýsluhlutverk í fyrsta sinn, málaflokkurinn fluttist í iðnaðarráðuneytið 1. janúar 2008, ferðaþjónustureikningar Hagstofunnar voru gefnir út í fyrsta sinn 10. október 2008 og Íslandsstofa tók til starfa 1. júlí 2010 sem tók við markaðshlutverki Ferðamálastofu á erlendum vettvangi. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingar á lögum er varða gjaldtöku, nýtingartíma og útboð vatnsréttinda í eigu ríkisins.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laga um gjaldtöku, lengd leigutíma og leyfisveitingar vegna vatnsréttinda í eigu opinberra aðila o.fl. Unnið er að samningu frumvarpsins í samstarfi við forsætisráðuneytið. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði sérstök lög um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhitasvæða. Frumvarp þetta var flutt á vorþingi 2010 og er nú endurflutt. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að lögð sé rík áhersla á að ljúka gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem allra fyrst og hún verði lögð fyrir Alþingi á vetri komanda og fái lögformlega stöðu í stjórnkerfinu. Liður í þessu er að leggja fram frumvarp til laga um rammaáætlun þar sem kveðið verði á um lagalegan sess rammaáætlunar, endurskoðun hennar o.fl. Þá verður kveðið á um að iðnaðarráðherra skuli leggja fram með reglulegu millibili þingsályktun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma, sem byggir á niðurstöðum rammaáætlunar. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um eignarhald orkufyrirtækja.
  Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna orku- og auðlindamála frá 27. júlí 2010, vinnur starfshópur að undirbúningi lagafrumvarps sem ætlað er að tryggja opinbert eignarhald á mikilvægum orkufyrirtækjum og takmarka eignarhald einkaaðila. Meðal annars er horft til niðurstaðna nefndar ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu í orkugeiranum við mótun löggjafar og hvernig best megi aðlaga núverandi ástand mála nýrri löggjöf. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003.
  Með frumvarpinu verður lögð til framlenging á tímabundinni frestun á framkvæmd ákvæða 14. gr. raforkulaga varðandi aðgreiningu samkeppnis- og sérleyfisþátta í rekstri orkufyrirtækja, til 1. janúar 2012. Samkvæmt lögum nr. 58/2008, um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði, var gerð sú breyting á 14. gr. raforkulaga, nr. 65/2003, að gerð var krafa um að samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi orkufyrirtækja yrði rekin í aðskildum fyrirtækjum frá og með 1. júlí 2009 í stað þess að eingöngu væri krafist bókhaldslegs aðskilnaðar. Hefur sá tímafrestur tvívegis áður verið framlengdur með vísan til aðstæðna á fjármálamörkuðum og viðkvæmrar stöðu orkufyrirtækja varðandi fjármögnun. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 8/1996, um löggildingu nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni og hönnunargreinum, og iðnaðarlögum nr. 42/1978.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins um viðurkenningu á réttindum og prófskírteinum. Almenn lög um efnið tóku gildi síðastliðið vor en þessa dagana eru önnur ráðuneyti að uppfæra löggjöf á þeirra forræði til samræmis við tilskipunina. (Haust.)
 12. Tillaga til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 2010–2013.
  Tillaga um stefnu í byggðamálum fyrir tímabilið 2010 til 2013 sem lögð var fram á vorþingi 2010 verður endurflutt. (Haust.)
 13. Tillaga til þingsályktunar um áætlun um orkuskipti í samgöngum.
  Á vegum iðnaðarráðuneytisins er unnið að gerð áætlunar um orkuskipti í samgöngum. Leiðarljós við gerð áætlunarinnar er áhersla á umhverfisvernd, gjaldeyrissparnað, hagkvæmni og nýsköpun. Markmiðið er að Ísland verði meðal fremstu þjóða í heimi við notkun endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum. Gert er ráð fyrir áætlunin verði lögð fram sem tillaga til þingsályktunar. (Haust.)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 13/2001, um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.
  Með frumvarpinu verða lagðar til nokkrar minniháttar breytingar á lögunum í tengslum við fyrirhugað útboð á Drekasvæði haustið 2011. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 73/2005, um skipan ferðamála.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ýmsum þáttum laganna, m.a. á verkefnum Ferðamálastofu (með tilkomu Íslandsstofu), hlutverki og skipan ferðamálaráðs, leyfismálum ferðaskrifstofa, fyrirkomulagi trygginga, kröfum til fyrirtækja vegna öryggismála, eftirliti og skilvirkni úrræða þegar starfsemi er leyfislaus eða leyfishafi fer út fyrir mörk leyfis og reglum um brottfallleyfa. (Vor.)
 16. Þingsályktun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
  Verði frumvarp til laga um rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma að lögum mun iðnaðarráðherra leggja fram þingsályktun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Þingsályktunin mun byggja á niðurstöðum verkefnisstjórnar í 2. áfanga rammaáætlunar. (Vor.)

Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um fjölmiðla.
  Með frumvarpinu verða lagt til að sett verði í ný grunnlöggjöf um starfsemi fjölmiðla auk þess sem lögð er til innleiðing á tilskipun nr. 2007/65/EBE um hljóð- og myndmiðlunarþjónustu auk brottfellingar á lögum um prentrétt, nr. 57/1956. (Haust).
 2. Frumvarp til laga um menningarminjar.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði ný heildarlöggjöf um skipulag og verndun menningararfs. (Haust).
 3. Frumvarp til safnalaga.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði, samhliða frumvarpi um menningarminjar, ný heildarlög sem tekur til safna í eigu ríkisins, annarra en bóka- og skjalasafna, viðurkenningu safna og safnastarfsemi. (Haust).
 4. Frumvarp til laga um skil á menningarverðmætum til annarra landa.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði, samhliða frumvarpi til laga um menningarminjar, ný heildarlög um skil á menningarverðmætum til annarra landa. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um Þjóðminjasafn Íslands.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði, samhliða frumvarpi til laga um menningarminjar, ný heildarlög um Þjóðminjasafn Íslands. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um tónlistarfræðslu.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði ný heildarlög um skipan tónlistarfræðslu og um samskipti ríkis og sveitarfélaga í þeim málum. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um háskóla, nr. 63/2006.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum með tilliti til breytinga sem orðið hafa á háskólakerfinu frá setningu þeirra. Hugað verður sérstaklega að hlutverki háskóla og stjórnun, óháð frá rekstrarformi. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008.
  Endurskoða á lög um opinbera háskóla með það að markmiði að allir opinberir háskólar heyri undir sömu lög. Endurskoðun á lögunum verður gerð út frá stefnu mennta- og menningarmálaráðherra um opinbera háskóla. (Haust.)
 9. Lög um búnaðarfræðslu, nr. 57/2009, felld niður.
  Með frumvarpinu verður lagt til að starfsemi Hólaskóla - Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands verði felld undir lög um opinbera háskóla nr. 85/2008 og lög um búnaðarfræðslu felld niður. (Haust).
 10. Frumvarp til laga um Landsbókasafn – Háskólabókasafn.
  Með frumvarpinu verður lögð til heildarendurskoðun á gildandi lögum um Landsbókasafn – Háskólabókasafn, nr. 71/1994. (Vor.)
 11. Frumvarp til laga um lagalega stöðu íslenskrar tungu og táknmálsins.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði sérstök lög um lagalega stöðu íslenskrar tungu og táknmálsins. Frumvarpið mun byggjast á niðurstöðum skýrslu nefndar um lagalega stöðu íslenskrar tungu og táknmálsins. (Vor.)
 12. Frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði lög um stofnun vinnustaðanámssjóðs sem nýta má til að umbuna fjárhagslega fyrirtækjum og stofnunum sem sinna vinnustaðanámi starfsnámsnemenda á framhaldsskólastigi samkvæmt aðalnámskrá. (Vor.)
 13. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um framhaldsskóla.
  Með frumvarpinu verða lagðar fram breytingar sem fela m.a. í sér nýjar reglur um rétt ólögráða umsækjenda til skólavistar í framhaldsskólum í kjölfar ábendinga frá umboðmanni Alþingis. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla (m.a. vegna vals á unglingastigi).
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er varðar val á námsgreinum og námssviði í 8.-10. bekk grunnskóla, þar með talið reglum um rétt nemenda í grunnskólum til að stunda nám í einstökum námsáföngum framhaldsskóla. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008 (m.a. vegna leikskólakennara, framhaldsskólakennara og leyfisbréfa).
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem fela í sér nýjar reglur um útgáfu leyfisbréfa og skilgreiningu réttinda þar að baki. (Vor.)
 16. Tillaga til þingsályktunar um menningarstefnu.
  Með þingsályktunartillögunni verður lagt til að Alþingi samþykki áherslur í menningarmálum til næstu ára. (Vor.)

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um lénamál.
  Með frumvarpinu verður lagt til að settur verði lagarammi um lén sem hafa beina skírskotun til Íslands, eins og t.d. lénið .is. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um fjarskiptamál.
  Með frumvarpinu verður lagt til að settar verði nánari reglur um tíðniúthlutanir, vörslu upplýsinga, gerð samskiptaáætlunar, fjarskiptavirki og fleira. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um rannsókn samgönguslysa.
  Með frumvarpinu verður lögð til sameining þriggja rannsóknarnefnda: Rannsóknarnefnd flugslysa, Rannsóknarnefnd sjóslysa og Rannsóknarnefnd umferðarslysa. Gert ráð fyrir einum yfirmanni og síðan sérfræðingum á hverju sviði fyrir sig. Frumvarpið er endurflutt frá fyrra þingi. (Haust.)
 4. Frumvarp til umferðarlaga.
  Með frumvarpinu sem felur í sér heildarendurskoðun laganna verða lagðar til ýmsar breytingar svo sem hækkaður bílprófsaldur, strangari skilyrði um áfengismörk í blóði og dregið úr þörf á reglugerðasetningu. Frumvarpið er endurflutt frá fyrra þingi. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um Farsýslu, stjórnsýslustofnun samgöngumála.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sameinuð verði í einni stofnun stjórnsýsluverkefni Flugmálastjórnar, Siglingastofnunar, Vegagerðar og Umferðarstofu. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála.
  Með frumvarpinu verður lagt til að framkvæmdir, rekstur og þjónusta alls samgöngukerfisins falli undir eina stofnun. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum.
  Í frumvarpinu verða lagðar til breytingar á gjaldskrá og þjónustutekjum Isavia. (Haust.)
 8. Frumvarp til sveitarstjórnarlaga.
  Með frumvarpinu verður lögð til heildarendurskoðun laganna. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum um tekjustofna sveitarfélaga svo sem á útsvari, fasteignagjöldum og fleiru svo og breytingum á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. (Haust.)
 10. Tillaga til þingsályktunar um 12 ára samskiptaáætlun.
  Með þingsályktunartillögunni verður gerð tillaga um áætlun um samskiptamálefni stjórnsýslunnar, sett markmið um öruggar fjarskiptatengingar fyrir landið allt, tengihraða, gæði í fjarskiptum og net- og upplýsingaöryggi. Einnig um stefnumörkum og skipulag póstþjónustu. (Vor.)
 11. Tillaga til þingsályktunar um 12 ára samgönguáætlun.
  Með þingsályktunartillögunni verður gerð tillaga um heildaráætlun um stefnu í samgönguframkvæmdum og aðgerðaráætlun þar sem markmið eru sett um greiðar, öruggar, hagkvæmar og umhverfisvænar samgöngur. (Vor.)
 12. Frumvarp til hafnalaga.
  Með frumvarpinu verður gert tillaga að heildarendurskoðun laganna með hliðsjón af tillögum nefndar sem hafði það verkefni að fara yfir framkvæmd laganna og fjármál hafna. (Vor.)
 13. Frumvarp til laga um leiguakstur, frumvarp til laga um fólks- og farmflutninga, frumvarp til laga um almenningssamgöngur, frumvarp til laga um flutninga.
  Gildandi ofangreind lög eru í endurskoðun, meðal annars með hliðsjón af þörfum almenningssamgangna og þörf fyrir skýr, einföld og samræmd ákvæði um fólksflutninga annars vegar og farmflutninga hins vegar. Hugsanlegt er að úr þessum fernu lögum verði tvö frumvörp. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um skip.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði ný heildarlög um skip sem komi í stað gildandi laga um mælingar skipa, laga um skráningu skipa og laga um eftirlit með skipum. Markmiðið er að einfalda og skýra lagaákvæði um skip, styrkja lagastoðir og færa til samræmis við Evrópugerðir og nýja alþjóðlega samninga. (Vor.)

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um hvali.
  Með frumvarpinu verður gerð tillaga um að sett verði ný lög um hvali. Frumvarpið er endurflutt frá fyrra þingi. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um skeldýrarækt, heildarlög.
  Með frumvarpinu verður gerð tillaga um að sett verði ný lög um skeldýrarækt. Frumvarpið er endurflutt frá fyrra þingi. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er varðar uppboðsfyrirkomulag á afla, sem flytja á óveginn úr landi, sbr. 5. gr. laganna. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.
 5. Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ýmsum ákvæðum laganna er varða framleiðslustjórn og markaðsaðstæður. Frumvarpið er endurflutt frá fyrra þingi. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á framkvæmd veiðistjórnunar varðandi einstakar tegundir á yfirstandandi fiskveiðiári, en síðan er gert ráð fyrir heildarendurskoðun laganna í kjölfar skýrslu nefndar um endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar, sem nýlega skilaði af sér. (Haust.)
 7. Frumvörp til laga um breytingu á ábúðarlögum nr. 80/2004 og jarðalögum nr. 81/2004.
  Með frumvarpinu er verða lagðar til breytingar á lögnum að teknu tilliti til og í samræmi við niðurstöður nefndar sem hefur lögin til endurskoðunar. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga til breytinga á lögum nr. 95/2006 um landshlutaverkefni í skógrækt.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum sem miða að því að einfalda framkvæmd þeirra og auka skilvirkni í rekstri. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga til breytinga á lögum nr. 24/1986 um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á II. kafla laganna um greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins með hliðsjón af forsendum dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um iðnaðarmálagjald. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um búnaðargjald nr. 84/1997.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum með hliðsjón af forsendum dóms Mannréttindadómstóls Evrópu um iðnaðarmálagjald. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga til breytinga á lögum nr. 55/2002 um útflutning hrossa.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum m.a. um gjaldtöku og viðmiðunarmörk fyrir sk. úrvalskynbótahross. (Haust.)

Umhverfisráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um mannvirki.
  Með frumvarpinu er lögð til heildarendurskoðun á byggingarþætti skipulags- og byggingarlaga. 73/1997. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir nr. 75/2000.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem gera þarf á lögum um brunavarnir til samræmis við frumvarp til laga um mannvirki auk annarra breytinga í ljósi reynslu af framkvæmd laganna. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga vegna innleiðingar á INSPIRE-tilskipun EB.
  Með frumvarpinu verður lagt til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2007/2/EB, um stofnun innra skipulags fyrir staðbundnar landupplýsingar innan Evrópusambandsins (INSPIRE) í íslensk lög. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um stjórn vatnamála.
  Með frumvarpinu verður lagt til að innleidd verði tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB um stefnu í vatnamálum í íslensk lög. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 44/1999.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna sem varðar m.a. akstur utan vega, sérstaka vernd jarðmyndana og vistkerfa og innflutning, ræktun og dreifingu lifandi lífvera. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á upphæð úrvinnslugjalds á tiltekna vöruflokka. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 52/1988 um eiturefni og hættuleg efni og lögum nr. 45/2008 um efni og efnablöndur.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem fela í sér innleiðingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1272/2008 um flokkun, merkingu og umbúðir efna og efnablandna. Reglugerðin gerir kröfur um samræmdar reglur um merkingu, flokkun og umbúðir efna á EES-svæðinu. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um umhverfisábyrgð.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum sem miða að því að tryggja að sá sem ábyrgð ber á umhverfistjóni eða yfirvofandi hættu á umhverfistjóni komi í veg fyrir frekara tjón ef tjón hefur orðið og beri kostnað af ráðstöfunum sem af því leiða. Með frumvarpinu er áformað að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2004/35/EB, um umhverfisábyrgð, í íslensk lög. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 meðhöndlun úrgangs.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á vegna innleiðingar nokkurra EB-gerða. Um er að ræða tilskipun nr. 2006/66/EB um rafhlöður og rafgeyma og tilskipun nr. 2006/21/EB um námuúrgang. Einnig mun í frumvarpinu vera mælt fyrir um framleiðendaábyrgð á drykkjarvöruumbúðir með skilagjaldi og nauðsynlegar breytingar tengdar framkvæmd framleiðendaábyrgðar á raf- og rafeindatæki. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994.
  Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að setja skýrari kröfur um leiðsögumenn vegna hreindýraveiða, einnig að breyta reglum um arð og arðsúthlutun vegna hreindýraveiða. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga vegna innleiðingar ETS-tilskipunar.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar vegna innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2003/87/EB er varða viðskipti með heimildir til losunar gróðurhúsalofttegunda. (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir er varðar eftirlit með starfsleyfisskyldri starfsemi. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um fullgildingu Árósasamningsins.
  Með frumvarpinu verður lagt til að innleidd verði ákvæði Árósasamningins, um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum frá 1998. (Vor.)
 14. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á viðaukum laganna í samræmi við ábendingar frá Eftirlitsstofnun EFTA. (Vor.)
 15. Frumvarp til laga um efni og efnavöru.
  Með frumvarpinu verður lögð til heildarendurskoðun á lögum um eiturefni og hættuleg efni. (Vor.)
 16. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar vegna innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2005/35/EB um mengun frá skipum og samræmd refsiákvæði vegna brota. Jafnframt mun frumvarpið mæla fyrir um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda, um viðbragðsaðila og lágmarks mengunarvarnabúnað í höfnum. (Vor.)
 17. Frumvarp til laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.
  Með frumvarpinu er lögð til heildarendurskoðun á lögum um náttúruvernd. (Vor.)
 18. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um erfðabreyttar lífverur, nr. 18/1992.
  Með frumvarpinu verður lagðar til breytingar á lögunum vegna innleiðingar bókunar frá árinu 2000 við Samninginn um líffræðilega fjölbreytni, Cartagena Protocol on Biosafety. (Vor.)

Utanríkisráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu er lögð til breyting á 117. gr. EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993 um lögleiðingu EES-samningsins. Tilefnið er samkomulag EES/EFTA-ríkjanna og ESB um nýja bókun 38b vegna nýs Þróunarsjóðs EFTA fyrir tímabilið 2009-2014. (Haust).
 2. Frumvarp til laga um fullgildingu samnings um breytingar á Norðurlandasamningi um félagslega aðstoð og félagslega þjónustu.
  Breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu snúa einkum að því að viðkomandi sveitarfélög verði skylduð til þess að vinna saman að því að auðvelda hreyfihömluðum einstaklingum, sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda, að flytja til sveitarfélags í öðru norrænu ríki eða dvelja þar í lengri tíma (vor).
 3. Tillaga til þingsályktunar um norðurslóðir.
 4. Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun í öryggis-og varnarmálum.
 5. Tillaga til þingsályktunar um áætlun stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011-2014.
 6. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um klasasprengjur.
 7. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Árósasamnings um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum.
 8. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samnings milli ríkisstjórnar Íslands og ríkisstjórnar Noregs um kolvetnisauðlindir beggja vegna markalína.
 9. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðauka við Evrópusamning um gagnkvæma stjórnsýsluaðstoð í skattamálum.
 10. Tillaga til þingsályktunar um staðfestingu samkomulags um breytingar á samningi um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC-samningnum).
 11. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S.þ. um að stuðla að fylgni fiskiskipa á úthafinu við alþjóðlegar verndunar- og stjórnunarráðstafanir.
 12. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Cartagena-bókunar við samning um líffræðilega fjölbreytni.
 13. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðauka við Evrópusamning um refsilöggjöf gegn spillingu.
 14. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu viðbótarbókunar við samning Evrópuráðsins um tölvubrot.
 15. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misneytingu og kynferðislegri misnotkun á börnum.
 16. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings um aðgerðir hafnríkja gegn ólöglegum fiskveiðum.
 17. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu Singapúr-samnings um vörumerki.
 18. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Albaníu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Albaníu.
 19. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Serbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Serbíu.
 20. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Perú og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Perú.
 21. 21. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Úkraínu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Úkraínu.
 22. 22. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Flóaráðsins og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Flóaráðsins.
 23. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Kólumbíu og landbúnaðarsamnings milli Íslands og Kólumbíu.
 24. Tillaga til þingsályktunar um fullgildingu samnings milli Evrópusambandsins og Íslands og Noregs um beitingu tiltekinna ákvæða ákvörðunar ráðsins 2008/615/DIM um eflingu samstarfs yfir landamæri, einkum í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi yfir landamæri, og ákvörðunar ráðsins 2008/161/DIM um framkvæmd ákvörðunar 2008/615/DIM um eflingu samstarfs yfir landamæri, einkum í baráttunni gegn hryðjuverkum og glæpastarfsemi yfir landamæri og viðauka hennar (Prüm-ákvörðunarinnar).
 25. Einnig er gert ráð fyrir að lagðar verði fram á annan tug þingsályktunartillagna um staðfestingu ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar sem fela í sér breytingar á viðaukum og bókunum við EES-samninginn.
 26. Enn fremur er gert ráð fyrir að lagðar verði fram tillögur til þingsályktunar um staðfestingu væntanlegra fiskveiðisamninga vegna ársins 2010, m.a. samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum og samnings milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytið.

 1. Frumvarp til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.
  Með frumvarpinu verða lagðar til viðamiklar breytingar á gildandi löggjöf um innstæðutryggingar sem hafa það að markmiði að skýra betur hlutverk Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, hækka iðgjaldagreiðslur og auka þar með ábyrgð fjármálafyrirtækja til þess að byggja upp traust innstæðutryggingarkerfi fyrir sparifjáreigendur. Frumvarpið er endurflutt frá síðasta þingi. (Haust.)
 2. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, með síðari breytingum og lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar sem miða að því að draga úr þeirri óvissu sem ríkir um uppgjör á þeim lánum sem hafa að geyma óskuldbindandi ákvæði um gengistryggingu eftir dóma Hæstaréttar Íslands frá 16. júní 2010 í málum nr. 93/2010 og 153/2010 og frá 16. september 2010 í máli nr. 471/2010. Auk þess er leitast við að tryggja að sambærileg mál fái sambærilega meðferð og því til viðbótar að tryggja réttaröryggi við uppgjör lána með óskuldbindandi gengisviðmiðun. (Haust.)
 3. Frumvarp til laga um starfsemi smálánafyrirtækja.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði sérstök lög um starfsemi smálánafyrirtækja. Í frumvarpinu verður lagt til að starfsemi þeirra verði leyfisskyld, skýr ákvæði um hegðun þeirra á markaði og að slík starfsemi lúti eftirliti. (Haust.)
 4. Frumvarp til laga um breyting á lögum um greiðslu kostnaðar vegna opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um greiðslu kostnaðar vegna opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi. Samkvæmt lögunum er lagður sérstakur skattur, eftirlitsgjald, á þá aðila sem lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins sem stendur að öllu undir kostnaði við rekstur stofnunarinnar. (Haust.)
 5. Frumvarp til laga um rannsókn á fjárhagsstöðu skuldugra heimila.
  Með frumvarpinu verður lagt til að sett verði sérstök lög sem tryggi stjórnvöldum aðgang að þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að greina skuldir heimilanna. Ráðuneytið gerir ráð fyrir því að hrinda rannsókninni af stað um leið og frumvarpið er orðið að lögum og að fyrstu niðurstöður liggi fyrir eins fljótt og auðið er. Frumvarpið var lagt fram á 138. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. (Haust.)
 6. Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005, með síðari breytingum.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er miða að því að auka heimildir Samkeppniseftirlitsins til að grípa inn í starfsemi fyrirtækja á markaði, m.a. með því að skipta upp markaðsráðandi fyrirtæki ef samkeppni er takmörkuð eða hefur verið raskað. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um gjöld vegna kæru til áfrýjunarnefndar og samrunatilkynningar og um málshöfðunarheimild Samkeppniseftirlitsins. Frumvarpið var lagt fram á 138. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. (Haust.)
 7. Frumvarp til laga um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.
  Með frumvarpinu verður lagt til að lögfest verði sérlög um þjónustuviðskipti á innri markaði EES. Með frumvarpinu, verði það að lögum, er innleidd tilskipun EES um þjónustuviðskipti sem tekin var upp í EES samninginn 9. júní 2009. Innleiðingarfrestur rann út 1. maí s.l. Frumvarpið var lagt fram á 138. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. (Haust.)
 8. Frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum vegna þjónustuviðskipta á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins.
  Samhliða frumvarpi til laga um þjónustuviðskipti á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins verður lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna ákvæða frumvarpsins (bandormur). Frumvarpið var lagt fram á 138. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. (Haust.)
 9. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 3/2006, um ársreikninga, með síðari breytingum, og ýmsum öðrum lögum varðandi endurskoðendur og skoðunarmenn.
  Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem leiða af lögum nr. 79/2008, um endurskoðendur þar sem tekið er á störfum endurskoðenda og skoðunarmanna. Önnur breyting í frumvarpinu er til skýringar á starfrækslugjaldmiðli sbr. 8. gr. laganna sem fjallar um þau skilyrði sem félög þurfa að uppfylla til að fá heimild ársreikningaskrár til að færa bókhald og semja ársreikninga í erlendum gjaldmiðli. Í þriðja lagi er um innleiðingu á tveimur tilskipunum að ræða. Frumvarpið var lagt fram á 138. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. (Haust.)
 10. Frumvarp til laga um breyting á lögum um bókhald, nr. 145/1994, með síðari breytingum.
  Frumvarp til laga um breytingar á lögum um bókhald verður lagt fram samhliða frumvarpi til laga um breytingar á lögum um ársreikninga. Frumvarpið var lagt fram á 138. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. (Haust.)
 11. Frumvarp til laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa.
  Með frumvarpinu verður lagt til að lögfest verði ný heildarlög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa. Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi en hlaut ekki afgreiðslu. (Haust.)
 12. Frumvarp til laga um breytingar á innheimtulögum, nr. 95/2008.
  Með frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar á innheimtulögum m.a. vegna ábendinga FME sem hefur eftirlit með þeim aðilum sem hafa innheimtuleyfi. (Haust.)
 13. Frumvarp til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar vegna innleiðingar á ákvæðum tilskipunar nr. 2007/16/EB auk þess sem lagðar verða til viðamiklar breytingar á ákvæðum gildandi laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði sem nokkrar hverjar má rekja til hruns fjármálakerfisins hér á landi í október 2008 og þeirra athugasemda sem koma fram í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Frumvarpið var lagt fram á 138. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. (Haust.)
 14. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er varða starfandi stjórnarformenn. Breytingarnar eru lagðar til til samræmis við breytingar sem gerðar hafa verið á lögum um vátryggingastarfsemi og lögum um fjármálafyrirtæki. (Haust.)
 15. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um einkaleyfi nr. 17/1991, og lögum um vörumerki, nr. 45/1997.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um einkaleyfi og vörumerki er lýtur að ákvæðum um gjöld, einkum árgjöld, sem greidd eru til Einkaleyfastofu. (Haust.)
 16. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um yfirtökur í þá veru að aðilar sem við gildistöku laga nr. 22/2009 voru umfram 30% eignarhlut hafi heimild til þess að viðhalda óbreyttum eignarhlut sínum og verði ekki knúnir til þess að selja. (Haust.)
 17. Frumvarp til laga um hækkanir á áfrýjunar- og kærugjöldum.
  Fyrirhugað er að leggja til breytingar á nokkrum lögum á málefnasviði ráðuneytisins að því er varðar hækkanir á áfrýjunar- og kærugjöldum. (Haust.)
 18. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um endurskoðendur, nr. 79/2008.
  Með frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar á lögunum, m.a. með hliðsjón af lagaumhverfi endurskoðenda í helstu nágrannaríkjum, umræðu á Evrópuvettvangi, líklegri þróun framundan og ábendinga þingmannanefndar um skýrslu rannsóknarnefndar. (Vor.)
 19. Frumvarp til laga um greiðsluþjónustu.
  Með frumvarpinu verður lagt til að innleidd verði tilskipun 2007/64/EB um greiðsluþjónustu á innri markaðnum. (Vor.)
 20. Frumvarp til laga um neytendalán.
  Með frumvarpinu verður lagt til að innleidd verði tilskipun 2008/48/EB um lánasamninga fyrir neytendur og brottfall tilskipunar ráðsins 87/102/EBE. Síðargreinda tilskipunin var innleidd með lögum um neytendalán nr. 121/1994. (Vor.)
 21. Frumvarp til laga um lögmæltar ökutækjatryggingar og skaðabótaábyrgð vegna vélknúinna ökutækja.
  Með frumvarpinu verður lagt til að innleidd verði tilskipun 2009/103/EB um ökutækjatryggingar. (Vor.)
 22. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna um eigið fé og útreikning á fjárhagslegum styrk, m.a. í tengslum við innleiðingu tilskipunar 111/2009/EB, auk þess sem starfsheimildir verða skýrðar. (Vor.)
 23. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands, nr. 36/2001.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna sem hafa það að markmiði að auka skilvirkni í rekstri seðlabankans og skilgreina betur hlutverk hans við að viðhalda fjármálastöðuleika, ásamt því að gera honum kleift að takast á við framtíðarverkefni á sviði peningamála. Einnig verða lagðar til breytingar á ákvæðum um valdsvið og valdheimildir og hvernig best verði staðið að samstarfi eftirlitsaðila. (Vor.)
 24. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna sem hafa það að markmiði að tryggja sjálfstæði Fjármálaeftirlitsins og skerpa á ákvæðum um framkvæmd eftirlits m.t.t. aukinna heimilda til matskenndra ákvarðana. Einnig verða lagðar til breytingar á ákvæðum um samstarf eftirlitsaðila innan núverandi stofnanakerfis sem eiga að tryggja að ákveðnir eftirlitsþættir falli ekki niður vegna óvissu um verkaskiptinu. (Vor.)
 25. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007.
  Með frumvarpinu verða lagðar til ýmsar breytingar á ákvæðum laganna m.a. með hliðsjón af þeim athugasemdum sem gerðar voru í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Ennfremur hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gert nokkrar athugasemdir við innleiðingu tilskipunar 2004/39/EB um verðbréfaviðskipti og tekur endurskoðunin jafnframt mið af þeim. (Vor.)
 26. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa, nr. 131/1997.
  Með frumvarpinu verður lagt til að Fjármálaeftirlitið annist útgáfu starfsleyfa á grundvelli laganna. (Vor.)
 27. Frumvarp til laga um brunatryggingar og frumvarp til laga um hamfaratryggingar.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lagaákvæðum um brunatryggingar annars vegar og Viðlagatryggingu Íslands hins vegar m.a. að því er varðar fyrirkomulag hins eiginlega brunabótamats og um skyldu manna til þess að hafa allar húseignir sínar brunatryggðar. (Vor.)
 28. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um hlutafélög, nr. 2/1995, og lögum um einkahlutafélög, nr. 138/1994.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög vegna innleiðingar á tilskipun um einföldun málsmeðferðar í samruna- og skiptingarmálum. (Vor.)
 29. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um samvinnufélög sem ætlað er að skýra og fylla ákvæði XII. kafla laganna er varðar félagsslit. (Vor.)
 30. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um vörumerki, nr. 45/1997.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á ákvæðum laganna er lúta að breytingum vegna Singapúrsamnings um vörumerki. Jafnframt er lögð til breyting á reglum um umboðsmannaskyldu. (Vor.)
 31. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um einkaleyfi, nr. 17/1991.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögunum vegna innleiðingar á tilskipun um framlengingu á einkaleyfatíma fyrir lyf handa börnum. (Vor.)
 32. Frumvarp til laga um faggildingu.
  Með frumvarpinu verður lagt til að ný heildarlög verði sett um faggildingu vegna nýrrar EES-reglugerðar um faggildingu og markaðseftirlit sem komi í stað gildandi laga, nr. 24/2006. (Vor.)
 33. Frumvarp til laga um breytingar á lögum um fjárfestingar erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991.
  Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á lögum um erlenda fjárfestingu er lýtur að stjórnsýslulegri meðferð tilkynninga um erlenda fjárfestingu. Þá verði skýrð nánar ákvæði er lúta að fjárfestingu í orkumálum skv. 2. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. (Vor.)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira