Hoppa yfir valmynd
22. desember 2010 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Listi yfir lágskattasvæði

Hér er birtur listi yfir lönd og svæði sem teljast lágskattasvæði.

Samkvæmt 57. gr. a. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt með síðari breytingum, skal ráðherra birta lista yfir þau lönd og svæði þar sem skattlagning skv. þeirri grein tekur til.

Ríki eða lögsagnarumdæmi telst vera lágskattaríki þegar tekjuskattur af hagnaði félags, sjóðs eða stofnunar, sem um ræðir, er lægri en tveir þriðju hlutar af þeim tekjuskatti sem hefði verið lagður á félagið, sjóðinn eða stofnunina hefði hún verið heimilisföst á Íslandi.

Eftirfarandi listi er birtur með þeim fyrirvara að hann telst hvorki bindandi né tæmandi talinn þar sem endanlegt skatthlutfall þeirra félaga, sjóða eða stofnana sem hafa þar skattalega heimilisfesti, liggur ekki fyrir nema eftir nákvæma yfirferð skattyfirvalda.

Við gerð listans er tekið mið af lista OECD yfir lágskattasvæði. Jafnframt er tekið mið af 4. mgr. 57. gr. a. en þar segir að ákvæði greinarinnar eigi ekki við hafi Ísland gert samning um upplýsingaskipti við lágskattaríki sem geri skattyfirvöldum kleift að fá allar nauðsynlegar upplýsingar um skattaðila enda séu tekjurnar ekki að meginstofni til eignatekjur.

Ísland hefur undirritað fjölda samninga um upplýsingaskipti á sviði skattamála við lögsagnarumdæmi sem talin eru lágskattaríki en margir þessarra samninga hafa enn ekki verið fullgiltir og því ekki komnir til framkvæmda. Meðan svo er teljast lögsagnarumdæmi þessi lágskattaríki í skilningi 57. gr. a.

Andorra
Anguilla    
Antígva og Barbúda
Arúba
Barein
Belís
Bresku Jómfrúaeyjar
Cooks eyjar
Dóminíka
Gíbraltar
Grenada
Hollensku Antillur
Liechtenstein
Líbería
Maldíveyjar
Marshall-eyjar
Mónakó
Montserrat
Nárú
Niue
Panama
Samóa
Sankti Lúsía
Sankti Kitts og Nevis
Sankti Vinsent og Grenadíneyjar
Seychelles-eyjar
Tonga
Turks og Caicos-eyjar
Vanúatú

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum