Hoppa yfir valmynd
22. mars 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sigurvegarar í ritgerðasamkeppninni Kæri Jón... verðlaunaðir

Ritgerðirnar voru í sendibréfsformi til að minna á bréfaskriftir Jóns Sigurðssonar og Íslendinga á 19. öld. Verðlaunin voru afhent í Þjóðmenningarhúsinu laugardaginn 19. mars.

kæri Jón 2011
kæri Jón 2011

Í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta efndi afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar til ritgerðasamkeppninnar "Kæri Jón..." meðal nemenda í 8. bekk grunnskólanna  í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Alls bárust 170 ritgerðir frá 28 skólum. Ritgerðirnar voru í sendibréfsformi til að minna á bréfaskriftir Jóns Sigurðssonar og Íslendinga á 19. öld.
Sólveig Pétursdóttir formaður afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhentu sigurvegurunum 12 verðlaun í Þjóðmenningarhúsinu 19. mars síðastliðinn.

Þessir nemendur í 8. bekk grunnskóla hlutu verðlaun í ritgerðarsamkeppninni:

 • Helga Margrét Höskuldsdóttir úr Flóaskóla í Flóahreppi.
 • Guðrún Sólveig Sigríðardóttir,
 • Do Nu Phan Quynh,
 • Karitas Ísberg,
 • Snorri Másson og
 • Unnur Birna Jónsdóttir öll úr Hagaskóla í Reykjavík,
 • Arna Ýr Karelsdóttir úr Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit,
 • Ari Páll Karlsson úr Lágafellsskóla í Mosfellsbæ,
 • Atli Páll Pétursson og
 • Magdalena Guðrún Bryndísardóttir úr Vogaskóa í Reykjavík
 • Davíð Phuong Xuan Nguyen úr Foldaskóla í Reykjavík og
 • Gabríel Snær Jóhannesson úr Giljaskóla á Akureyri

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira