Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

900 sumarstörf auglýst fyrir námsmenn og atvinnuleitendur

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Gissur Pétursson forstjóri VinnumálastofnunarVelferðaráðuneytið og Vinnumálastofnuna standa í sumar fyrir átaksverkefni til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkisins og sveitarfélaga,  fyrir námsmenn og atvinnuleitendur.  Um 900 störf verða auglýst í sérstöku auglýsingablaði sem dreift verður nú um helgina. Jafnframt verður að finna upplýsingar um störfin á heimasíðum allra sveitarfélaganna sem taka þátt í verkefninu og á heimasíðu Vinnumálastofnunar: Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar kynntu verkefnið í dag.

Störfin dreifast um allt land og eru mjög fjölbreytt.  Sem dæmi um störf má nefna aðstoð við uppbyggingu náms í blaða- og fréttamennsku við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, rannsóknarvinnu til að kanna áhrif sjóstangaveiðiferðamennsku á Vestfjörðum á vegum verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands,  vinnu við átaksverkefni í uppbyggingu gæðahandbókar og skönnun á heilbrigðisupplýsingum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, vinnu við viðhorfskönnun á Hornafirði um nýsköpunarsetur á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, vinnu við rannsóknir á sumarexemi í hestum á vegum Tilraunastöðvarinnar að Keldum, aðstoð við átak í eflingu og markaðssetningu á náms og starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur á vegum Vinnumálastofnunar og aðstoð við skipulag friðlýstra fornleifa í Húshólma á vegum Fornleifaverndar ríkisins.  

Á vegum stofnana ríkisins verða um 500 störf í boði en um 400 á vegum sveitarfélaga.

Ráðningartíminn er tveir mánuðir í júní og júlí. Skilyrði fyrir ráðningu námsmanna er að þeir séu á milli anna í námi en atvinnuleitendur þurfa að vera á skrá Vinnumálastofnunar með staðfestan bótarétt. Opnað verður fyrir umsóknir um störfin á morgun og umsóknarfresturinn er til 8. maí.  Stefnt er að því að ljúka ráðningum um miðjan maí.

Til verkefnins renna 250 milljónir króna úr Atvinnuleysistryggingasjóði auk 106 milljóna króna úr ríkissjóði. Mótframlagi ríkisins er ætlað að mæta viðbótarkostnaði stofnana þess svo unnt sé að greiða laun samkvæmt kjarasamningum en sveitarfélögin munu sjálf standa straum af þessum viðbótarkostnaði.

Efnt var til sambærilegs átaks síðastliðið sumar sem þótti takast afar vel og tryggði tæplega 900 námsmönnum og atvinnuleitendum sumarstörf. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar sögðust báðir vænta góðs af verkefninu í sumar. Stofnanir og sveitarfélög hefðu sýnt því mjög mikinn áhuga og í boði væru afar fjölbreytt og áhugaverð störf um allt land.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum