Hoppa yfir valmynd
16. september 2011 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Þjóðargjöf til Norðmanna

Afhending Morkinskinnu
Afhending Morkinskinnu

Á málþingi sem sendiráð Íslands efndi til í samstarfi við Oslóarháskóla á fimmtudaginn afhenti  Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra Anniken Huitfeldt, menningarmálaráðherra Noregs fyrsta eintakið af sérstakri hátíðarútgáfu af Morkinskinnu. Bókin er er hluti af þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna í tilefni 100 ára afmælis endurreisnar konungsveldis þeirra árið 2005.

Árið 2005 var 100 ára afmæli konungdæmis í Noregi. Af því tilefni ákvað ríkisstjórn Íslands að sérstök útgáfa konungasagnanna, fjórar helstu sögurnar, yrðu gefnar út í sérstöku bandi og 500 eintök afhent norsku þjóðinni. Hinu íslenska fornritafélagi var falið að annast útgáfu sagnanna fyrir hönd íslenska ríkisins. 

Fyrsta sagan, Sverris saga,kom út og var afhent árið 2007 á þjóðhátíðardegi Norðmanna. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra afhenti fyrsta eintakið af Morkinskinnu í gær. Og þá er ráðgert að Böglungasaga og Hákonar saga Hákonarsonar komi út á næsta ári.


 Morkinskinna

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira