Hoppa yfir valmynd
18. október 2011 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðstefna gæðaráðs háskólanna

Ráðstefna um gæðamál háskóla verður haldin þriðjudaginn 18. október en þar verður nýtt gæðakerfi fyrir íslenska háskóla formlega kynnt. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel (Hvammi) og hefst klukkan 09:30.
  • Ráðstefna um gæðamál háskóla verður haldin þriðjudaginn 18. október en þar verður nýtt gæðakerfi fyrir íslenska háskóla formlega kynnt. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel (Hvammi) og hefst klukkan 09:30.
  • Ráðstefnan er á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Rannís og gæðaráðs háskólanna, sem stofnað var á síðasta ári.
 
Gæðaráðið starfar í anda þeirra stofnana sem fara með skipulag gæðaeftirlit. Í því eiga einvörðungu sæti erlendir sérfræðingar. Formaður þess er Norman Sharp, fyrrverandi yfirmaður gæðaeftirlits með skoskum háskólum. Meðlimir gæðaráðsins munu sjálfir ekki taka beinan þátt í úttektum á háskólum hér á landi nema á þeim sviðum þar sem sérhæfing þeirra nýtist en eftir sem áður verða fengnir færustu fagsérfræðingar á hverju sviði til að annast þær.

Til að tryggja aðkomu hagsmunaaðila háskóla og efla gagnsæi og upplýsingaflæði á milli ráðsins og háskólasamfélagins var einnig sett á stofn ráðgjafanefnd gæðaráðs. Í henni eiga sæti rektorar háskólanna, fulltrúar vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs og nemenda.
Markmið gæðaráðsins er meðal annars að tryggja gæði háskólastarfsemi hér á landi, bæði á sviði rannsókna og kennslu, að tryggja samkeppnishæfni háskólanna og færa gæðaeftirlit til samræmis við þær alþjóðlegu skuldbindingar sem Ísland hefur tekið á sig.
Gæðaráðið mótar aðferðafræði fyrir mat á gæðum í kennslu og rannsóknum og mun gera tillögu til ráðherra um þriggja ára áætlun um eftirlit með kennslu og rannsóknum við íslenska háskóla. Það hefur mótað skýra stefnu um gæðaeftirlit á háskólastigi, sem m.a. gerir kröfur um að skólarnir viðhaldi ábyrgu innra gæðaeftirliti og felur í sér áætlun um ytra eftirlit. Stefnan er sett fram í gæðahandbók, sem kynnt verður á ráðstefnu um gæðamál háskólanna 18. október 2011.  Í henni eru settar fram mælanleg markmið sem háskólar verða að ná til þess að njóta trausts til starfseminnar og munu úrskurðir gæðaráðsins verða birtir opinberlega. Sett hafa verið skýr markmið og tímarammi um hvenær og hversu oft viðkomandi háskólar skulu gangast undir opinbert ytra gæðaeftirlit.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á vef Rannís.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira