Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2011 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Málstofur um inntak og áherslur nýrra laga um skógrækt

Dropar á birkikvisti
Dropar á birkikvisti

Nefnd, sem umhverfisráðherra skipaði á vordögum  til að semja greinargerð um inntak og áherslur nýrra skógræktarlaga boðar til málstofu til að kalla eftir sjónarmiðum og ábendingum varðandi vinnu nefndarinnar. Þar mun formaður nefndarinnar, Valgerður Jónsdóttir hafa framsögu og síðan verða opnar umræður.       

Tilgangur málstofanna er að fá ábendingar og tillögur sem nýst geta við áframhaldandi vinnu. Boðað er til tveggja málstofa, á Egilsstöðum og í Reykjavík. Málstofurnar eru öllum opnar og hvetur nefndin alla þá sem láta sig málefni skógræktar varða að taka þátt.

Haldnar verða tvær málstofur á eftirfarandi stöðum:

  • Hótel Héraði, Egilsstöðum, mánudaginn 7. nóvember kl. 13:00 - 15:00
  • Þjóðminjasafnið í Reykjavík, þriðjudaginn 8. nóvember kl. 14:00 - 16:00

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum