Hoppa yfir valmynd
30. desember 2011 Dómsmálaráðuneytið

Sýslumanninum í Reykjavík falið að veita leyfi til ættleiðinga

Á morgun, gamlársdag, gengur í gildi ný reglugerð innanríkisráðherra um veitingu leyfa til ættleiðinga. Frá og með 1. janúar 2012 verður sýslumanninum í Reykjavík falið að annast veitingu leyfa til ættleiðinga.

Með reglugerð frá árinu 2006 var sýslumanninum í Búðardal falið að annast leyfi til ættleiðinga en með hinni nýju reglugerð flytjast slíkar leyfisveitingar til sýslumannsembættisins í Reykjavík. Sýslumaðurinn í Reykjavík tekur við meðferð mála sem kann að vera ólokið 1. janúar 2012 hjá sýslumanninum í Búðardal og lýkur afgreiðslu þeirra. Nýjum umsóknum um ættleiðingar og forsamþykki til ættleiðingar á erlendum börnum skal beint til sýslumannsins í Reykjavík frá og með 1. janúar 2012.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira