Hoppa yfir valmynd
3. janúar 2012 Atvinnuvegaráðuneytið

Umsóknarfrestur fyrir Ísland allt árið - þróunarsjóð rennur út 10. janúar

Reykjavikurvetrarmynd
Reykjavikurvetrarmynd

Markmið þróunarsjóðsins er að styrkja þróun verkefna og upplifana utan háannatíma ferðaþjónustu og auka arðsemi fyrirtækja. Samtals verða veittir styrkir úr sjóðnum að upphæð 35 milljónir kr. Annars vegar verður stutt við verkefni fyrirtækja sem lengt geta ferðamannatímann á tilteknum svæðum og hins vegar við samstarfsverkefni fyrirtækja sem vilja sameiginlega þróa þjónustu sem haft getur sömu áhrif víðar um landið. Í umsókn þurfa að koma fram skýrar hugmyndir um þá þjónustu og upplifun sem skila eiga í senn aukinni
atvinnu og varanlegum verðmætum. Verkefnin verða að koma til framkvæmda innan
þriggja ára frá því að styrkur er veittur.

Allar nánari upplýsingar og umsóknarform er að finna hér.
 eða á heimasíðu Landsbankans:  www.landsbankinn.is



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta