Hoppa yfir valmynd
5. janúar 2012 Félags- og húsnæðismálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Mínar síður á vef Stjórnarráðsins: Leiðbeiningar

My pages - Mínar síður on the Icelandic
Government Ministries' website: User guidelines

Notkun „Minna síðna“ á vef Stjórnarráðsins

Rafræn stjórnsýslaMínar síður á vef Stjórnarráðsins (áður Umsóknarvefur Stjórnarráðsins) er sameiginlegur vettvangur ráðuneyta og stofnana þar sem notendur geta sótt sér rafræna þjónustu sem í boði er á hverjum tíma.

Innskráning - þrjár leiðir:

  1. Auðkenning með rafrænum skilríkjum á vef Island.is
  2. Auðkenning með Íslykli á vef Island.is
  3. Notandi velur flipann Nýskráning og skráir sig á vefinn á kennitölu sinni, gefur upp fullt nafn, heimilisfang og netfang og ákveður síðan lykilorð. Athugið að vefurinn er tengdur við Þjóðskrá þannig að eingöngu er mögulegt að skrá sig inn á kennitölu einstaklings.

Hafi notandi sótt um áður á Mínum síðum velur hann flipann Innskráning og skráir sig inn með kennitölu og lykilorði eða með öðrum ofangreindum aðferðum.

  • Undir flipanum Innhólf eru skilaboð frá kerfinu og málsaðilum til þín.
  • Undir flipanum Mínar stillingar getur þú skoðað og breytt persónulegum upplýsingum.
    Innsláttur á þessari síðu eru oft notaður sem forskráðar upplýsingar í umsóknum, þess vegna er mikilvægt að halda þeim uppfærðum og réttum.
  • Undir flipanum Mín mál færð þú yfirlit yfir öll mál/umsóknir sem þú ert að vinna í eða hefur sent.
  • Undir flipanum Eyðublöð eru öll eyðublöð sem í boði eru en þeim er raðað eftir stofnunum. Flest eyðublöðin eiga það sameiginlegt að vera með tímamörk, þau eru aðeins sýnileg og aðgengileg innan þess tímaramma sem hverju eyðublaði er gefinn.

Eyðublöðin er unnt að vista á vefsvæði eyðublaðavefsins án þess að lokið sé við útfyllingu þeirra og halda áfram með þau síðar. Þess ber að gæta að eyðublöðin berast ekki ráðuneytinu fyrr en þau hafa verið send. Því er mikilvægt að ýta á Senda innan tilsetts tímaramma.

Eftir að eyðublað hefur verið sent inn, getur notandi skráð sig inn og bætt við athugasemdum eða skrám.

Hvert innsent eyðublað verður að máli í Málaskrá  viðkomandi stofnunar. Þar mun skipaður aðili fara yfir erindin og koma þeim í ferli.

Í boði er vef-streymi (RSS) þar sem fram koma þau eyðublöð sem virk eru á hverjum tíma. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta