Hoppa yfir valmynd
9. mars 2012 Heilbrigðisráðuneytið

Algeng blóðþrýstingslyf fá aftur greiðsluþátttöku almannatrygginga

Lyfjamál
Lyfjamál

Velferðarráðherra hefur ákveðið breytingu á reglugerð nr. 403/2010 um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga við kaup á lyfjum. Með þessu er tekið á vanda sem kom upp um síðustu mánaðamót þegar veruleg verðlækkun á einu blóðþrýstingslyfi  í flokki ACE-hemla leiddi til þess að nokkur blóðþrýstingslyf féllu úr greiðsluþátttöku.

Breytingin kemur til móts við ábendingar lækna og er sjúklingum tryggður aðgangur að þeim blóðþrýstingslyfjum sem höfðu greiðsluþátttöku í febrúar síðastliðnum.

Nú er svo komið að verð blóðþrýstingslyfja í flokki ACE-hemla er almennt orðið það lágt að talið er óþarfi að verðstýra notkun þeirra með skilyrtri greiðsluþátttöku.

Hins vegar gildir annað um blóðþrýstingslyf í flokki Angíótensín II blokka og önnur lyf með verkun á renínangíótensín-kerfið. Það ákvæði  4. gr. reglugerðarinnar sem breytingin tekur til nær til þessara tveggja flokka blóðþrýstingslyfja og gerir ráð fyrir að viðmiðunarverð fyrir greiðsluþátttöku sjúkratrygginga verði 50% hærra en lægsta einingarverð í skömmtuðum lyfjaformum í þeim flokkum. 

Talið er að umrædd breyting bæti fyrirkomulag þeirrar verðstýringar sem tekin var upp með breytingu á reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði sjúklinga árið 2009.

Reglugerðin hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar en hún tekur gildi 1. apríl 2012.

Reglugerð um 5. br. á reglugerð nr. 403/2010

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum