Hoppa yfir valmynd
9. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðstefna um virkni á efri árum 14. mars

Evrópuár aldraðra og samstöðu kynslóða 2012
Evrópuár aldraðra og samstöðu kynslóða 2012

Velferðarráðuneytið, Landssamband eldri borgara og Öldrunarráð Íslands standa fyrir ráðstefnu um virkni á efri árum - samband og samstöðu kynslóða þann 14. mars næstkomandi. Evrópusambandið tileinkar árið 2012 öldruðum; virkni á efri árum og samstöðu milli kynslóða (e. European Year for Active Ageing and Solidarity between Generations) og er ráðstefnan liður í þátttöku Íslands í verkefnum og viðburðum sem tengjast Evrópuárinu 2012.  

Ráðstefnan hefst með tónlistaratriði, setningarávarp flytur Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara og síðan flytur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ávarp. Guðrún Pétursdóttir og sr. Bernharður Guðmundsson ræða málin frá sjónarhóli eldri borgara og Matthildur María Guðmundsdóttir og Níels Thibaud Girerd frá sjónarhóli yngri kynslóða. Kynnt verður niðurstaða rannsóknar á framlagi eldri borgara til samfélagsins og niðurstöður rannsókna á þjóðfélagsþátttöku og virkni eldri borgara. Kynslóðir mætast um miðjan dag í tónlistariðkun þar sem Ragnar Bjarnason og Erpur Eyvindarson taka lagið og í lokin flytur Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur erindi sem ber yfirskriftina Við þurfum á hvert öðru að halda.

Ráðstefnan verður haldin á Grand hótel Reykjavík, miðvikudaginn 14. mars kl. 13.00-16.00. Ráðstefnustjóri verður Pétur Magnússon formaður Öldrunarráðs Íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira