Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2012 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Frumkvöðull og fræðimaður - málþing um Svein Pálsson

Sveinn Pálsson
Sveinn Pálsson

Umhverfisráðuneytið, í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Læknafélag Íslands og Mýrdalshrepp boðar til málþings um ævi og störf náttúrufræðingsins Sveins Pálssonar í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli hans á degi umhverfisins, 25. apríl næstkomandi.

Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstaklega jöklunum. Hann er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, og vegna þess var dagur umhverfisins tileinkaður honum.

Málþingið verður haldið 24. apríl 2012 í sal 132 í Öskju milli kl. 15:00 og 17:00.

Er það öllum opið og aðgangur ókeypis.


Dagskrá:


Ávarp umhverfisráðherra
Upplýsingarmaðurinn Sveinn Pálsson - Steinunn Inga Óttarsdóttir
Læknirinn Sveinn Pálsson - Ólafur Jónsson
Náttúrufræðingurinn Sveinn Pálsson - Oddur Sigurðsson
Jöklafræðingurinn Sveinn Pálsson - Helgi Björnsson
Landkönnuðurinn Sveinn Pálsson - Sveinn Runólfsson

Fundarstjóri er Elín Einarsdóttir, oddviti MýrdalshreppsHafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira