Hoppa yfir valmynd
18. júní 2012 Forsætisráðuneytið

Staðall um launajafnrétti – opinn kynningarfundur á þriðjudag

Staðall um launajafnrétti verður kynntur á morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 19.júní kl. 8-10.

Velferðarráðuneytið, Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) hafa frá því í árslok 2008 haft forgöngu um gerð staðals um launajafnrétti kynjanna í samræmi við bókun aðila vinnumarkaðarins við gerð kjarasamninga í febrúar 2008 og bráðabirgðaákvæði jafnréttislaga nr. 10/2008. Verkið hefur verið unnið undir leiðsögn Staðlaráðs Íslands og með aðkomu fjölmargra aðila.

Frumvarp um jafnlaunastaðal er tilbúið til kynningar og fer nú í hefðbundið umsagnarferli samkvæmt lögum um Staðlaráð Íslands. Umsagnarferlinu lýkur 20. september næstkomandi. Staðallinn verður aðgengilegur þeim sem vilja kynna sér hann á vef Staðlaráðs.

Ávörp á kynningarfundinum flytja:

  • Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
  • Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ
  • Hannes Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri SA
  • Jafnlaunastaðallinn: Öguð vinnubrögð við stjórnun launamála. Hildur Jónsdóttir formaður tækninefndar um jafnlaunastaðal
  • Flokkun starfa: Birgir Björn Sigurjónsson hagfræðingur
  • Launagreiningar: Anna Borgþórsdóttir Olsen hagfræðingur
  • Íslenskur og evrópskur réttur á sviði launajafnréttis: Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur
  • Umsagnarferlið og úrvinnsla: Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs
  • Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
  • Fyrirspurnir.

Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald.Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum