Hoppa yfir valmynd
11. júlí 2012 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2012

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2012 liggur nú fyrir. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 15,1 ma.kr. en var neikvætt um 21,7 ma.kr. á sama tímabili 2011. Tekjur reyndust 33,0 ma.kr. hærri en í fyrra á meðan að gjöldin jukust um 17,4 ma.kr. milli ára. Þetta er betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum þar sem gert var ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 37,9 ma.kr. Stór hluti af því fráviki skýrist með greiðsludreifingu útgjalda.

Greiðsluafkoma rikissjóðs janúar - mai 2012

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira