Hoppa yfir valmynd
8. október 2012 Félagsmálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Klám: Lög, kynferði, (ó)menning, sjálfsmynd og nánd

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Velferðarráðuneyti, innanríkisráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti, í samstarfi við lagadeild Háskóla Íslands, efna til ráðstefnu um klám þriðjudaginn 16. október nk. Á ráðstefnunni verður fjallað um klám út frá lagalegu og samfélagslegu sjónarhorni og því velt upp hvert hlutverk löggjafans og stjórnvalda er í þeim efnum.

  • Staðsetning: Háskóli Íslands, Hátíðasalur, Aðalbyggingu.
  • Fundarstjóri: Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands

Dagskrá:

13:00-13:10   Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra: Setning

13:10-14:10   Gail Dines, prófessor við Wheelock College í Boston: „Sex(ism), Identity, and Intimacy in a
                         Porn Culture“

14:10-14:30   Spurningar og umræður

14:30-14:50   Kaffihlé

14:50-15:10  Jón Þór Ólason, lektor við lagadeild Háskóla Íslands: Hugtakið klám samkvæmt 210. gr.
                        hegningarlaga og beiting ákvæðisins í dómaframkvæmd

15:10-15:30   Sigríður Hjaltested, aðstoðarsaksóknari hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu: Rannsókn
                         og meðferð brota á banni gegn klámi

15:30-15:40   Reynslusaga: Að ánetjast klámi

15:40-16:00   Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta: Klám er hugmyndafræði kynferðisofbeldis

16:00-16:20   Þorbjörg Sveinsdóttir, MS í sálfræði og starfsmaður hjá Barnahúsi: Áhrif kláms á börn og
                          unglinga

16:20-16:40   Guðjón H. Hauksson, framhaldsskólakennari og faðir: Unglingar á klámbekk – ábyrgð
                          foreldra, skóla og samfélags

16:40-17:00   Umræður

Ráðstefnuslit: Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Léttar veitingar að lokinni ráðstefnu.

Skráning til þátttöku með tölvupósti á [email protected] .

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira