Hoppa yfir valmynd
16. október 2012 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Úthlutun styrkja til vinnustaðanáms

Veittir voru styrkir vegna 389 nemenda sem eru í vinnustaðanámi seinni hluta árs 2012.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið úthlutun styrkja til vinnustaðanáms haustið 2012. Veitt voru vilyrði fyrir styrkjum til 116 fyrirtækja og stofnana, sem taka nemendur í vinnustaðanám á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla, samtals að fjárhæð 91,4 millj.kr. Hér er um að ræða fyrirtæki í löggiltum iðngreinum og stofnanir sem bjóða upp á vinnustaðanám í heilbrigðis-, félags- og umönnunargreinum.
Styrkirnir miðast við viknafjölda í námi og voru að hámarki veittir styrkir til 24 vikna og nam styrkur á viku 14.000 kr. Styrkirnir eru veittir vegna 389 nemenda, sem eru i vinnustaðanámi seinni hluta árs 2012. Hér að neðan er yfirlit yfir þá sem hlutu styrki.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira