Auglýsing um próf til viðurkenndra bókara
Með vísan til laga nr. 145/1994 um bókhald, er fyrirhugað að halda próf til viðurkenningar bókara 2012 sem hér segir:
- Skattskil og upplýsingatækni 15. október - prófið hefst kl. 15 og stendur til kl. 18
- Reikningshald 3. desember – prófið hefst kl. 15 og stendur til kl. 18
- Raunhæft verkefni 10. desember - prófið hefst kl. 14 og stendur til kl. 19
Um efnissvið prófanna vísast til 3. gr. reglugerðar nr. 535/2012 um próf til viðurkenningar bókara og prófefnislýsingu birta á heimasíðu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins www.evr.is
Próftökugjald fyrir hvert próf er kr. 25.000.
Væntanlegir prófmenn skulu skrá sig til prófs á netfang prófnefndar [email protected] eða símleiðis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í síma 5459700 og greiða próftökugjald í síðasta lagi fjórum vikum fyrir hvern auglýstan prófdag.
Tilkynning um greiðslu próftökugjalds skal senda á netfang prófnefndar [email protected] og skal fylgja nafn prófmanns og kennitala, heimilisfang, tölvupóstfang og staðfesting um að fullnægt sé skilyrðum 43. gr. laga nr.145/1994 ásamt kvittun fyrir greiðslu prófgjalds. Greiða skal prófgjald inn á reikning ríkissjóðs: 0001-26-025017, kt. 540269-6459.
Reykjavík 18. ágúst 2012.
Prófnefnd viðurkenndra bókara
Nánar um Prófnefnd bókara 2011-2015 á heimasíðu ráðuneytisins.