Hoppa yfir valmynd
24. október 2012 Atvinnuvegaráðuneytið

Makrílfundi lokið í London

Þriggja daga fundi strandríkja um sjórnun makrílveiða lauk í dag í London án þess að samkomulag næðist um skiptingu heildarafla.

Í því augnamiði að þoka samningaviðræðum áfram lagði Ísland til að öll strandríkin legðu fram nýjar tillögur um skiptingu á heildarafla. Þegar fyrir lá að þau væru ekki tilbúin að leggja fram nýjar tillögur og ljóst var að ekki næðist samkomulag um skiptingu heildarafla lagði Ísland til, sem bráðabirgðaráðstöfun, að heildarafli yrði ákveðinn 542.000 tonn í samræmi við ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Ekki reyndist hljómgrunnur meðal strandríkjanna um slíka bráðabirgðaráðstöfun.

Á fundinum var samstaða um nauðsyn þess að efla vísindalegan grunn stofnmats og ráðgjafar um makrílveiðar og var ákveðið að senda beiðni til ICES þar að lútandi. Enn fremur var ákveðið að efla samstarf um eftirlit með uppsjávarveiðum í Norðaustur Atlantshafi. 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta