Prófsýning vegna prófs til viðurkenningar bókara í skattskilum og upplýsingatækni
Prófsýning verður haldin dagana 14. og 15. nóvember kl. 16-18 í húsnæði Endurmenntunar HÍ að Dunhaga 7, 107 Reykjavík. Próftaki þarf að skrá sig á prófsýningu á þar til gerðu skráningarformi á eftirfarandi slóð http://endurmenntun.is/namsframbod/namsbrautir/profsyning
Ekki þarf að greiða fyrir prófsýninguna þótt skráningarformið gefi það til kynna en það er víst staðlað form.
Prófsýning er haldin til þess að gefa próftaka færi á að sjá hvað fór úrskeiðis hjá honum. Á prófsýningunni verður Inga Jóna Óskarsdóttir fulltrúi prófnefndar viðurkenndra bókara ásamt prófgerðarmönnunum Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur og Guðrúnu Björg Bragadóttur.
Vinsamlegast skráið ykkur á prófsýninguna fyrir lok mánudagsins 12. nóvember n.k.