Björn Björnsson fékk verðlaun fyrir "Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012"
Björn Björnsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni "Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2012". Hugmyndin byggir á lágtíðnihljóðmerki til fiskveiða - hljóði til að safna fiski saman.