Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsmeistarar í kraftlyftingum

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heiðrar nýja heimsmeistara.
Heimsmeistarar í kraftlyftingum
Heimsmeistarar í kraftlyftingum
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra bauð til móttöku í Ráherrabústaðnum til að fagna árangri þeirra Auðuns Jónssonar og Júlíans J.K. Jóhannssonar á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fór fram í

Púertó Ríkó á dögunum.  Þeir unnu báðir heimsmeistaratitil í réttstöðulyftu í  +120,0 kg flokki, Auðunn í opnum flokki og Júlían í flokki unglinga. Í ávarpi sínu til heimsmeistaranna og annarra gesta sagði ráðherra m.a.:

„Við erum fámenn þjóð og þess vegna ekki sjálfgefið að meðal okkar skulu vera íþróttamenn í fremstu röð á heimsvísu eins og Auðunn og Júlían og því er það þeim mun ánægjulegra þegar menn ná slíkum árangri og af því getum við verið ákaflega stolt. Afreksfólk verður ekki til á einum degi þó svo að lyfturnar góðu á þessu heimsmeistaramóti hafi tekið einn dag; margra ára vinna liggur að baki svona árangri og vil ég óska ykkur innilega til hamingju“.
Sigurjón Pétursson formaður Kraftlyftingasambandsins sagði í ávarpi sínu að sambandið hefði unnið m.a. að því að bæta ímynd kraftlyftingafólks og þessi móttaka ráðherra væri eitt vitni þess að vel hefði tekist í því efni.

 
Heimsmeistarar í kraftlyftingumRáðherra ásamt formanni Kraftlyftingasambandsins og heimsmeisturunum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum