Hoppa yfir valmynd
17. desember 2012 Atvinnuvegaráðuneytið

Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum lauk án árangurs

Föstudaginn 14. desember 2012, var haldinn  framhaldsfundur strandríkja vegna stjórnunar veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2013. Fundurinn var án árangurs og boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir ennfremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. Á vettvangi Norðaustur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) eru í undirbúningi reglur sem koma í veg fyrir veiðar annarra þjóða úr þessum stofnum á alþjóðlegu hafsvæði á meðan ósamið er.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta