Hoppa yfir valmynd
19. desember 2012 Atvinnuvegaráðuneytið

Stjórnsýslan fundar um áskoranir tengdar olíuleit á Drekasvæðinu

Frummælendur á fundinum ásamt fulltrúm ANR
Frummælendur á fundinum ásamt fulltrúm ANR

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið gekkst fyrir fundi ráðuneyta og stofnana um þær áskoranir sem stjórnvöld standa frammi fyrir vegna olíuleitar á Drekasvæðinu.  Á fundinum var farið yfir stöðu mála og reynt að greina þau verkefni sem snúa að stjórnvöldum á næstu árum gangi áætlanir um olíuvinnslu á Drekasvæðinu eftir. 

Þá var einnig rædd hugsanleg aðkoma Íslendinga sem þjónustuaðila vegna olíuleitar við vesturströnd Grænlands og Jan Mayen og ljóst er að miklir hagsmunir geta verið í húfi.  

Frummælendur á fundinum voru þeir Þórarinn Sveinn Arnarson frá Orkustofnun, Haukur Óskarsson frá Mannviti og Halldór Þorkelsson frá PWC.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta