Hoppa yfir valmynd
28. desember 2012 Atvinnuvegaráðuneytið

Norski olíu- og orkumálaráðherrann heimsækir Ísland

Norski olíu- og orkumálaráðherrann Ola Borten Moe verður hér á landi 3ja og 4. janúar í tengslum við undirritun sérleyfa fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis en norska ríkisolíufélagið Petoro verður þátttakandi í báðum leyfunum. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun funda með norska kollega sínum.

Sjálf undirritunin fer fram í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudagsmorguninn 4. janúar kl. 10.

Að undirritun lokinni verður haldinn blaðamannafundur.

Norski ráðherrann heldur aftur heim til Noregs um hádegisbil.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta