Drög að reglugerð um ábyrgðartryggingu verðbréfamiðlana til umsagnar
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leitar umsagna um drög að reglugerð um ábyrgðartryggingu verðbréfamiðlana, en núgildandi reglugerð er frá árinu 2000. Umsagnarfrestur er til 1. febrúar 2013 og skulu umsagnir sendar á [email protected]. Reglugerðin verður sett af ráðherra á grundvelli 3. mgr. 26. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og er m.a. fjallað um tryggingarskyldu, efnd hennar, fjárhæð tryggingar og brottfall hennar.
Reglugerð um ábyrgðartryggingu verðbréfamiðlana.