Makríldeilan til umfjöllunar á BBC4
Í fréttaskýringaþættinum Farming Today var rætt við Steingrím J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Richard Benyon, sjávarútvegsráðherra Bretlands og Ian Gatt framkvæmdastjóra skosku fiskveiðisamtakanna (SPFA) um makríldeiluna. Benyon og Gatt gagnrýndu afstöðu Íslands og kölluðu eftir viðskiptaþvingunum en Steingrímur lagði áherslu á réttmætar kröfur Íslendinga og mikilvægi þess að þjóðirnar fyndu sanngjarna lausn. Hlusta.