Sigurborg Daðadóttir er nýr yfirdýralæknir
Sigurborg Daðadóttir hefur verið skipuð í Embætti yfirdýralæknis. Sigurborg er dýralæknir frá Tieräztlich Hocschule í Hannover og hefur auk þess lokið námi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Sigurborg hefur starfað hjá Matvælastofnun frá árinu 2008 sem gæðastjóri og forstöðumaður áhættumats- og gæðastjórnunarsviðs.