Hoppa yfir valmynd
15. janúar 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Ráðherra flytur ávarp við útskrift nemenda úr Stóriðjuskóla Rio Tinto Alcan

Útskrift Jarðhitaskóla SÞ
Útskrift Jarðhitaskóla SÞ

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarraðherra hélt ræðu við þessa sautjándu útskrift úr grunnnámi Stóriðjuskólans en alls útskrifuðust tólf nemendur úr grunnnámi að þessu sinni, níu karlar og þrjár konur. Frá árinu 1998 hefur skólinn útskrifað alls 253 nemendur úr grunn- og framhaldsnámi.

Stóriðjuskólinn hefur verið starfræktur frá árinu 1998 og hafa 218 starfsmenn útskrifast úr grunnnámi skólans með titilinn stóriðjugreinir. Framhaldsnám var sett á laggirnar haustið 2004 og 35 hafa útskrifast með titilinn áliðjugreinir. Stóriðjuskólinn er eini formlegi skólinn innan Rio Tinto Alcan sem rekinn er fyrir starfsmenn.

Nemendur sem ljúka grunn- og framhaldsnámi við Stóriðjuskólann öðlast allt að 78 einingar sem meta má til náms á framhaldsskólastigi. Þetta samsvarar ríflega hálfu stúdentsprófi. Meginmarkmið eru að efla fagþekkingu og öryggi starfsfólksins og auka möguleika þess á starfsmenntun og þróun í starfi. Hátæknilegur og flókinn búnaður stýrir öllu framleiðsluferli Alcan á Íslandi. Álverið er þannig hátæknifyrirtæki og í raun gott dæmi um hvernig rótgrónir atvinnuvegir geta nýtt sér það besta sem tölvu- og tæknisamfélagið býður upp á til að auka afköst og gæði framleiðslunnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta