Heimsókn nemenda Stýrimannaskólans
Tveir hópar nemenda með kennara sínum Ingu Fanneyju Egilsdóttur, komu í heimsókn í ráðuneytið 21. og 23. janúar. Markmið þeirra var að fræðast um atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með áherslu á sjávarútvegsmálin.
Á móti þeim tóku Ingvi Már Pálsson, Jóhann Guðmundsson, Hrefna Karlsdóttir og Níels Árni Lund. Kynntu þau ráðuneytið og stofnanir þess ásamt helstu atriðum er varða fiskveiðistjórnunina og annað er sjávarútvegi lýtur.
Ánægjulegt var að fá þessa hópa, en það er liður í starfsemi ráðuneytisins að taka á móti slíkum gestum og fræða þá um ráðuneytið.