Hoppa yfir valmynd
23. janúar 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Heimsókn nemenda Stýrimannaskólans

Nemendur Stýrimannaskólans ásamt móttökusveit ANR
Nemendur Stýrimannaskólans ásamt móttökusveit ANR

Tveir hópar nemenda með kennara sínum Ingu Fanneyju Egilsdóttur, komu í heimsókn í ráðuneytið 21. og 23. janúar. Markmið þeirra var að fræðast um atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið með áherslu á sjávarútvegsmálin.

Á móti þeim tóku  Ingvi Már Pálsson, Jóhann Guðmundsson, Hrefna Karlsdóttir og Níels Árni Lund. Kynntu þau ráðuneytið og stofnanir þess ásamt helstu atriðum er varða fiskveiðistjórnunina og annað er sjávarútvegi lýtur.

Ánægjulegt var að fá þessa hópa, en það er liður í starfsemi ráðuneytisins að taka á móti slíkum gestum og fræða þá um ráðuneytið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta