Hoppa yfir valmynd
25. janúar 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Sameiginleg fiskveiðnefnd Grænlands og Íslands


Ísland og Grænland hafa sett á fót sameiginlega fiskveiðinefnd en á vettvangi hennar munu þjóðirnar ræða sameiginleg málefni er varða sjávarútveg. Fyrsta fundi nefndarinnar lauk í dag og var þar m.a. ræddur aðgangur Íslendinga að grænlenskri lögsögu vegna rækjuveiða við Dhornbanka og aðgangur Grænlendinga að íslenskum höfnum vegna makrílveiða. Þá er mikill áhugi á að efla rannsóknarsamstarf þjóðanna og var lagður grunnur að rannsóknum á makrílgengd í grænlenskri lögsögu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta