Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2013 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Úthlutun styrkja til verkefna 2013

Stóra Dímon.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna er stuðla að uppbyggingu á sviði umhverfismála.

Á árinu 2012 voru gerðar breytingar á úthlutun styrkja til félaga, samtaka og einstaklinga á þann veg að Alþingi hætti úthlutunum á styrkjum til ýmissa verkefna til félaga, samtaka og einstaklinga eins og verið hefur. Alþingi ákvarðar áfram umfang styrkja til einstakra málaflokka en úthlutun þeirra er á höndum ráðuneyta, lögbundinna sjóða, menningarráða landshluta eða annarra sem sjá um og bera ábyrgð á viðkomandi málaflokkum.

Í verkefnaúthlutun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins voru 38,4 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam rúmlega 136 milljónum króna.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2013:

Bandalag íslenskra skáta Græn skátaheimili 1.000.000
Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi Miðlun fræðslu um náttúru Skaftárhrepps 200.000
Félag Umhverfisfræðinga á Íslandi Félag umhverfisfræðinga á Íslandi 400.000
Framkvæmdaráð Snæfellsness Átak til fjölgunar vottaðra ferðaþjónustuaðila á Snæfellsnesi 500.000
Framtíðarlandið Náttúrukortið 800.000
Fuglaverndarfélag Íslands Fræðslurit um haförninn 400.000
Fuglaverndarfélag Íslands Umsókn um styrk til uppfærslu IBA skráarinnar 500.000
Fuglaverndarfélag Íslands 50 ára afmælissýning Fuglaverndar 500.000
Fuglaverndarfélag Íslands Umsókn um styrk til að sækja Heimsþing BirdLife International 350.000
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs Land-nám: Endurheimt birkiskóga suðvesturhornsins með skólaæskunni 1.100.000
Grænn apríl, félagasamtök Grænn apríl 2013 400.000
Hjólafærni á Íslandi Hjólum til framtíðar 2013 - réttur barna til hjólreiða 300.000
Hjólafærni á Íslandi Hjólakortið Ísland 1.000.000
Jón Baldur Hlíðberg Vísindaleg Flóra Íslands 1.200.000
Jón S. Ólafsson Flóra og fána ferskvatns á Íslandi – rit um vatnalíf 1.000.000
Katla jarðvangur ses Katla jarðvangur - erlent og innlent samstarf 300.000
Kirkjubæjarstofa ses Örnefnaarfur - rafræn skráning 800.000
Landgræðslufélag Héraðsbúa Landgræðslustörf á Fljótsdalshéraði-stöðvun jarðvegsrofs og uppgræðsla 800.000
Landvernd Bláfánaverkefnið 2.500.000
Landvernd Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi 1.000.000
Landvernd Aðgerðir og þróun aðgerðaramma í loftslagsmálum með sveitarfélögum 2.800.000
Melrakkasetur Íslands Refirnir á Hornströndum 1.800.000
Náttúran ehf. Grænt Íslandskort - app, uppfærslur og nýtt vefviðmót 3.100.000
Náttúrufræðistofa Kópavogs Vöktun á vatnsgæðum og lífríki Þingvallavatns 3.800.000
Náttúrusetur á Húsabakka Friðland fuglanna 500.000
Náttúruverndarsamtök Íslands Niðurstöður Ríó +20 600.000
Reykjanes jarðvangur Reykjanes jarðvangur í erlendu samstarfi 400.000
Sesseljuhús Umhverfissetur Sesseljuhús Umhverfissetur 1.500.000
Skátafélagið Ægisbúar Leiðbeinendaþjálfun í umhverfisvernd 500.000
Skorradalshreppur Gerð hættumats og viðbragðsáætlana vegna gróðurelda í Skorradal 500.000
Skotveiðifélag Ísland Rjúpnatalning 100.000
Skógræktarfélag Heiðsynninga Skógræktarreitur í Hrossholti 500.000
Skógræktarfélag Íslands Yfirfærsla Skógræktarritsins á stafrænt form og miðlun á vef. 500.000
Skógræktarfélag Íslands Opinn skógur 2.400.000
Skógræktarfélag Rangæinga Uppgræðsla og skógrækt 500.000
Skógræktarfélag Siglufjarðar Stígagerð, kurlun, og bætt aðgengi og umhverfi í aðalrjóðri Skógræktarinnar við Leyningsá 700.000
Skógræktarfélag Skilmannahrepps Álfholtsskógur Hvalfjarðarsveit 100.000
Surtseyjarfélagið Surtseyjarfélagið, rekstur á afmælisári 1.000.000
Umhverfishópur Stykkishólms Átak gegn notkun plastpoka 150.000
Umhverfissamtökin Blái herinn Hreinn ávinningur 1.000.000
Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni Náttúruskynjun 900.000

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum