Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Viðskiptatengsl Spánar og Íslands rædd í Madrid

Madrid
Madrid

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið, Íslandsstofa og Sendiráð Íslands í París stóðu  fyrir ráðstefnu í Madrid fyrr í dag í húsakynnum Viðskiptaráðs borgarinnar .

Fullt var út úr dyrum og áhugi Spánverja mikill á öllu sem snéri að Íslandi. Efni fundarins var fjölbreytt, m.a.  var rætt um stöðu efnahagsmála,  möguleika á samvinnu í orkumálum og ferðaþjónustu.

Tilgangur fundarins var að efla tengsl milli Spánar og Íslands á viðskiptasviðinu og var lögð megin áhersla á orkumál, ferðaþjónustu, fiskveiðar og á Ísland sem fjárfestingakost. Þetta var fyrsta ráðstefna sem skipulögð er af þessu tagi í mörg ár í Madrid.  

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra var aðalræðumaður ráðstefnunnar.  Hann lagði áherslu á árangurinn sem náðst hefur í efnahagslífinu á Íslandi frá hruni. Ráðherra lagði sérstaka áherslu á hina blönduðu leið tekjuöflunar og niðurskurðar sem farin var á Íslandi. Auk þess fjallaði ráðherra um mikilvægi auðlinda landsins sem reynst hafa dýrmætar á erfiðum tímum.        Glærur ráðherra

Auk Steingríms höfðu framsögu fulltrúar ólíkra greina atvinnulífsins frá Íslandi og Spáni. Á meðal ræðumanna voru Fidel Peréz Montes forstjóri IDAE (Orkurannsóknarstofnun Spánar), Guðni A. Jóhannesson Orkumálastjóri, Sigurður Arnalds framkvæmdastjóri hjá Mannviti, Alicia Coronil blaðamaður, Magnús B. Jónsson framkvæmdastjóri ISI Seafood á Spáni, Eva Bretos Cano umboðsmaður Icelandair á Spáni og Vilborg Einarsdóttir frá Mentor.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta