Framadagar – stefnumót atvinnulífs og háskólanema
Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra setti í dag Framadaga í Háskólanum í Reykjavík en þeir eru árlegt stefnumót atvinnulífsins og nemenda allra háskólanna.
Markmið Framadaga er að háskólanemar geti kynnt sér fyrirtæki og aukið þar með líkur á sumarvinnu, framtíðarstarfi eða verkefnavinnu. Sömuleiðis að fyrirtæki kynnist mögulegum starfsmönnum hvort sem er sumarstarfsmönnum eða framtíðarstarfsmönnum. Alls kynna 54 fyrirtæki starfsemi sína að þessu sinni og hafa þau aldrei verið fleiri.
Það eru AIESEC stúdentasamtökin sem hafa veg og vanda af skipulagningu Framadaga