Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Loðnukvótinn aukinn um 120 þúsund tonn

Atvinnuvegaráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknarstofnunar ákveðið að heimila veiðar á 120 þúsund tonnum af loðnu í viðbót við áður útgefnar aflaheimildir.

Frá 21. janúar til 7. febrúar var rannsóknaskipið Árni Friðriksson við rannsóknir og mælingar á stærð loðnustofnsins frá miðjum Austfjörðum, norður um og allt að Norðvesturmiðum.  Útreikningar á stærð veiðistofnsins sem byggja á þessum mælingum sýna að alls mældust 873 þúsund tonn af kynþroska loðnu. Að viðbættum afla ársins fram að mælingum og náttúrulegum afföllum er áætlað að stærð veiðistofnsins þann 1. janúar hafi verið um 990 þúsund tonn.

Áður en mælingar hófust þann 22. janúar var búið að veiða um 100 þúsund tonn á vertíðinni 2012/2013. Í ljósi gildandi aflareglu um að skilja 400 þúsund tonn eftir til hrygningar og á grundvelli ofangreindra mælinga í janúar - febrúar 2013, leggur Hafrannsóknastofnun til að leyfilegur hámarksafli á vertíðinni 2012/2013 verði ákveðinn 570 þúsund tonn, að meðtöldum þeim afla sem búið var að veiða þegar mælingar fóru fram. Er það 120 þúsund tonna viðbót við þá ráðgjöf sem gefin var þann 6. febrúar síðastliðinn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta