Hoppa yfir valmynd
12. febrúar 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Próf í III. hluta prófs í verðbréfaviðskiptum vor 2013

Prófin í III. hluta verða haldin dagana 5., 8., 11. og 15. maí 2013 í húsakynnum á vegum Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík.  Próftökum verður tilkynnt um nákvæmari tíma- og staðsetningu er nær dregur prófunum.
 
Próf í verðbréfaviðskiptum verða ekki haldin nema að a.m.k. 10 manns hafi skráð sig í próf, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum. Öllum er heimilt að skrá sig til verðbréfaviðskiptaprófs.
 
Skráning í prófin fer fram á vefsíðu Opna háskólans www.opnihaskolinn.is.  Próftakar verða að hafa skráð sig og greitt prófgjald minnst einni viku fyrir sérhvert próf. Prófgjald er 16.500 fyrir hvert próf.


Reykjavík,12.  febrúar 2013.

Prófnefnd verðbréfaviðskipta

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta