Alþjóðlegar vísireglur um mat á frammistöðu fánaríkja við fiskiveiðar
Í síðustu viku var haldinn annar samningafundur ríkja innan FAO um setningu vísireglna um mat á frammistöðu fánaríkja við fiskiveiðar (e. Flag State Performance). Unnið hefur verið að setningu vísireglnanna frá 2009 (sbr. ályktun FAO-COFI 2009 og sérfræðiskýrslur frá sama ári).
Tilgangurinn vísireglnanna er að þrengja að þeim ríkjum sem leyfa skipum að flagga fána sínum án þess að gæta að alþjóðlegum skyldum sínum til að vernda lifandi auðlindir hafsins. Þannig eru brögð að því að fiskiskip skipti títt um fána til að komast hjá viðurlögum vegna ólögmætra veiða. Mörg fánaríki hafa annað hvort ekki vilja eða getu til þess að hafa eftirlit með skipum undir fána þess og tryggja að hlíti alþjóðlegum skuldbindingum. Ísland og Noregur voru meðal þeirra ríkja sem hvöttu ákveðið til þess að ráðist yrði í setningu þessara vísireglna, en frá Íslands hálfu var ekki síst horft til sjóræningjaveiða hentifánaskipa á Reykjaneshrygg.
Ísland fagnar að sjálfsögðu setningu þessara vísireglna. Reglurnar verða kynntar og koma til umræðu á næsta fundi FAO-COFI. Þá munu þær að hafa þýðingu við mat á frammistöðu fánaríkja, eins og þær gera ráð fyrir, enda þótt athygli skuli vakin á því að um óbindandi vísireglur er að ræða.