Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2013 Atvinnuvegaráðuneytið

Er kominn tími til að tengja?

Rafmagn2
Rafmagn2

Ráðgjafarhópur um lagningu rafstrengs til Evrópu var haldinn þriðjudaginn 26. febrúar í Hörpunni-Silfurberg kl. 12 - 15:30


Iðnaðarráðherra skipaði í júní 2012 ráðgjafarhóp um lagningu sæstrengs sem samanstendur af fulltrúum úr öllum þingflokkum Alþingis,  Samtökum atvinnulífsins, Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Neytendasamtakanna, Landssamtökum lífeyrissjóða, Landsneti, Landsvirkjun, Samorku og Náttúruverndar-samtökum Íslands. 

Ráðgjafarhópnum er ætlað að láta framkvæma greiningar og rannsóknarvinnu á samfélags-, umhverfis- og efnahagslegum áhrifum sæstrengs auk greiningar á tæknilegum atriðum og greiningar á lagaumhverfi og milliríkjasamningum. Þá er  ráðgjafarhópnum einnig ætlað að standa fyrir faglegri og upplýstri umræðu um málefni sæstrengs.


Dagskrá:


12-12.20 Setning, Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafarhóps

Staða og horfur í orkumálum Evrópu – erindi og spurningar á ensku

  • 12.20-12.40 Justin Wilkes, European Wind Association:  Iceland and the European offshore electricity grid.
  • 12.40-13.00 Emmanouela Angelidaki, Ofgem:  GB regulatory developments on electricity interconnector investment.

Reynsla Norðmanna – erindi og spurningar á ensku
  • 13.00-13.20  Eric Skjelbred, Statnett: The Norwegian experience of interconnectors to Europe
  • 13.20-13.40 Marius Holm Rennesund, Thema Consulting, Effects of interconnectors to Europe

  • 13.40 Kaffihlé

Staða málsins á Íslandi – erindi og spurningar á íslensku
  • 14.00-14.15 Pétur Stefánsson, f.h. National Grid, Tenging Bretlands við evrópskan orkumarkað
  • 14.15-14.35 Gunnar Haraldsson, Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Nokkur atriði varðandi þjóðhagsleg áhrif sæstrengs
  • 14.35-14.55 Stefán Gíslason, Environice, Sæstrengur og sjálfbær þróun
  • 14.55-15.25 Pallborðsumræður (íslenskir fyrirlesarar, Landsvirkjun, Landsnet og Neytendasamtök)

Fundarstjóri er Helga Jónsdóttir, stjórnarformaður Hörpu


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta