Friðun húsa 2012
- Laufásvegur 5 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis steinhlaðna framhússins, sem byggt var árið1880.
- Nýlendugata 9 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
- Vesturgata 50 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
- Vesturgata 57 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins, sem byggt var árið 1882 og seinni tíma viðbygginga.
- Vesturgata 61 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis Jórunnarsels, sem byggt var árið 1881 og Litlasels, sem byggt var árið 1889.
- Þingholtsstræti 1 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins og viðbyggingar, sem reist var árið 1907.
Þá friðaði ráðherra að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar fastar innréttingar á jarðhæð Hótel Holts í Reykjavík. Friðunin nær til fastra innréttinga í veitingasal í norðurenda auk hliðarherbergis, í gestamóttöku auk setustofu, í bókaherbergi/koníaksstofu og í ráðstefnu- og veitingasalnum Þingholti í suðurenda.
- Listi yfir hús og mannvirki, sem hafa verið friðuð er á vef Minjastofnunar Íslands
Nokkur hús og mannvirki, sem friðuð voru árið 2012 vantar á listann en auglýsingar um þau eru á vef Stjórnartíðinda