Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Friðun húsa 2012

Það sem einkennir helst friðanir á árinu er hve mörg hlaðin steinhús í Reykjavík voru friðuð.Mennta- og menningarmálaráðherra friðaði 35 hús og mannvirki árið 2012 skv. tillögum frá húsafriðunarnefnd og hafa friðanir sjaldan verið fleiri. Þessar friðanir eru þær síðustu skv. lögum nr. 104/2001 um húsafriðun, sem féllu úr gildi þegar ný lög um menningarminjar (nr. 80/2012) tóku gildi 1. janúar 2013. Í nýju lögunum  er verndun húss og annarra menningarverðmæta tvíþætt: Annars vegar friðun vegna aldurs en öll hús 100 ára og eldri eru friðuð sjálfkrafa og hins vegar friðlýst hús, sem ráðherra ákveður að friðlýsa að fengnum tillögum Minjastofnunar Íslands. Það sem einkennir helst friðanir á árinu er hve mörg hlaðin steinhús í Reykjavík voru friðuð. Steinbæir eru sérreykvísk byggingargerð frá lokum 19. aldar og var gert sérstakt átak í að tryggja verndun þeirra á árinu. Í árslok 2012 voru þessi hús friðuð:
  • Laufásvegur 5 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis steinhlaðna framhússins, sem byggt var árið1880.
  • Nýlendugata 9 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
  • Vesturgata 50 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins.
  • Vesturgata 57 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins, sem byggt var árið 1882 og seinni tíma viðbygginga.
  • Vesturgata 61 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis Jórunnarsels, sem byggt var árið 1881 og Litlasels, sem byggt var árið 1889.
  • Þingholtsstræti 1 í Reykjavík. Friðunin nær til ytra byrðis hússins og viðbyggingar, sem reist var árið 1907.

Þá friðaði ráðherra að fenginni tillögu húsafriðunarnefndar fastar innréttingar á jarðhæð Hótel Holts í Reykjavík. Friðunin nær til fastra innréttinga í veitingasal í norðurenda auk hliðarherbergis, í gestamóttöku auk setustofu, í bókaherbergi/koníaksstofu og í ráðstefnu- og veitingasalnum Þingholti í suðurenda.

Nokkur hús og mannvirki, sem friðuð voru árið 2012 vantar á listann en auglýsingar um þau eru á vef Stjórnartíðinda


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta