Staða framkvæmdastjóra Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NAFO) auglýst laus til umsóknar
Auglýst hefur verið til umsóknar staða framkvæmdastjóra Norðvestur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NAFO). Staðan er til fjögurra ára með möguleika á framlengingu.
NAFO er fiskveiðistjórnunarstofnun sem fer með málefni fiskveiða á úthafinu á Norðvestur Atlantshafi. Höfuðstöðvar nefndarinnar eru í Dartmouth, Nova Scotia í Kanada.