Forseti norska Stórþingsins í heimsókn
Miðvikudaginn 20. febrúar kom Dag Terje Andersen forseti norska Stórþingsins og þingmaður verkamannaflokksins, ásamt þingmönnum og starfsfólki norska Stórþingsins til fundar við Steingrím J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Forsetinn er hér á landi í opinberri heimsókn Alþings. Fundurinn stóð í klukkustund og voru málefni Íslands og Noregs rædd.